76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar 5. september 2025 06:01 Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Börn og uppeldi Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Manni hálfbrá við þennan lestur því ef það er eitthvað sem við foreldrar þurfum ekki, þá er það minni tími með börnunum okkar. Gildi fjölskyldustunda Sumarfrí eru ekki bara tími þar sem börn eru „í burtu frá skipulögðu skólastarfi", sumarfrí eru tækifæri til að dýpka fjölskyldubönd, tækifæri sem aldrei koma aftur. Þegar barnið flytur að heiman efa ég að eitthvað foreldri líti til baka og hugsi „ah, ég vildi óska að sumarfrí barnsins hefðu verið styttri." Raunin er sú að þessir 76 dagar eru einstakt tækifæri til að kynnast börnunum sínum á annan hátt en í hröðu amstri vetrarmánaðanna. Í sumarfríunum fáum við að upplifa börnin okkar í slakara andrúmslofti, læra af þeim, ferðast með þeim og búa til minningar sem endast út lífið. Í stað þess að stytta sumarfríin ættum við sem samfélag frekar að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að styðja fjölskyldur betur í að nýta þennan tíma? Hvers vegna er úrræðum fyrir börn og fjölskyldur í sumarfríi þannig háttað að það skapar álag á foreldra frekar en að létta því? Lausnin liggur því ekki í því að draga úr þeim tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum heldur í því að: ●Efla aðgengileg sumarúrræði fyrir öll börn óháð fjárhag foreldra ●Gera vinnuveitendum kleift að sýna meiri sveigjanleika í sumarvinnutíma ●Efla samstarf sveitarfélaga, æskulýðs- og íþróttafélaga um fjölbreyttari og aðgengilegri sumarstarfsemi Hvað með börnin sjálf? Þegar við ræðum um sumarfrí ættum við ekki að gleyma sjónarhorni barnanna sjálfra. Eru þau að biðja okkur um lengri skóladaga? Eða þrá þau frekar að fá tíma til að leika sér, vera með fjölskyldu sinni og vinum? Upplifun mín er sú að foreldrar eigi erfitt nú þegar með að finna tíma með börnunum sínum sökum álags. Því er oft hent fram að á Íslandi sé ákveðið hamstrahjól og lífsgæðakapphlaup og er þessi tillaga um styttingu sumarfrís til þess fallin að auka enn frekar við þá upplifun. Það er því verkefni okkar sem samfélags að stuðla að breytingum sem eru fjölskyldum og fjölskylduböndum til hagsbóta, ekki að finna lausnir til þess að gefa foreldrum „frí“ frá börnunum sínum. Það er gott að þetta samtal er hafið því ég tel að allir vilji byggja fjölskylduvænna samfélag á Íslandi og mun ég koma betur inná mínar tillögur um hvernig við getum stuðlað að slíku samfélagi í annarri grein. Þessir 76 dagar koma aldrei aftur og hlakka ég til þess að eyða löngum sumrum með syni mínum í framtíðinni. Höfundur er faðir og varaþingmaður Miðflokksins
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun