Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 4. september 2025 14:01 Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun