Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 13:56 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað. Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira