Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 12:40 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sýndi á spilin á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í morgun, Vísir/Ívar Fannar Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira