Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 12:40 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sýndi á spilin á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í morgun, Vísir/Ívar Fannar Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira