Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 21:40 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps. Aðsend Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. „Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira