Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 16:02 Vladimír Pútín, foseti Rússlands. EPA/MIKHAIL METZEL, SPUTNIK Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018. Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018.
Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira