Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2025 12:00 Þorbjörg Sigríður segir að með frumvarpinu sé verið að stíga stór skref til að vernda þolendum og til að gera gerendum erfiðara fyrir að sitja um fólk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“ Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“
Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36