Lífið

Gengu um rústir rat­sjár­stöðvar og klifu fáfarnasta fjall Horn­stranda

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Darri og Ritur eru fjöll á Hornströndum á norðanverðum Vestfjörðum. Garpur fór þangað reglulega sem barn og gekk á fjöllin í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands.
Darri og Ritur eru fjöll á Hornströndum á norðanverðum Vestfjörðum. Garpur fór þangað reglulega sem barn og gekk á fjöllin í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands.

Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Ritur, einn fáfarnasta stað Hornstranda.

Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum.

Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát.

„Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum.

Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, Darra, sem er 495 metrar að hæð og gnæfir yfir víkinni. 

Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum.

Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar.

„Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra.

Útsýnið frá rústunum ofan á Darra er býsna magnað.

Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar.

Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Ritur sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi.

Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.