Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 06:33 Camilla Herrem lætur ekkert stoppa sig til að spila íþróttina sem hún elskar. @nrk/EPA/HENNING BAGGER Fyrir aðeins tveimur mánuðum síðan þá sagði norska handboltagoðsögnin Camilla Herrem frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði greinst með krabbamein. Á dögunum var hún mætt aftur inn á handboltavöllinn. Herrem er ein sigursælasta handboltakona sögunnar og lykilkona í landsliði Þóris Hergeirssonar í fimmtán ár. Hún er núna 38 ára gömul og kvaddi norska landsliðið á sama tíma og Þórir eftir að hafa unnið ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum. Herrem fór í aðgerð þar sem meinið var fjarlægt. Við tók síðan erfið krabbameinsmeðferð. Á þriðjudaginn í síðustu viku lauk Herrem lyfjameðferðinni sinni og aðeins fimm dögum síðar var hún komin aftur inn á handboltavöllinn með liði sínu Sola HK. Hún skoraði fjögur mörk í leiknum sem Sola vann einmitt með fjórum mörkum. Hún missti allt hárið í lyfjameðferðinni en lét það ekki stoppa sig heldur mætti sköllótt inn á handboltavöllinn. Það er óhætt að segja að hetjuleg barátta hennar og þrautseigja hafi vakið mikla athygli í Noregi. Það er staðreynd að æfingar hjálpa sjúklingum í krabbameinsmeðferð og Herrem gerði sér því gott með því að halda sér áfram í æfingu. Það er samt ekkert grín að gera það í miðri lyfjameðferð sem er einn eitt dæmið um hinn gríðarlega andlega styrk sem Herrem býr yfir. Baráttan er ekki búin því að Herrem á eftir tólf vikur af meðferð þótt að lyfjameðferðin sjálf sé að baki. Herrem skoraði á árunum 2006 til 2024 samtals 951 mark í 332 landsleikjum. View this post on Instagram A post shared by NRK Nyheter (@nrknyheter) Norski handboltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Herrem er ein sigursælasta handboltakona sögunnar og lykilkona í landsliði Þóris Hergeirssonar í fimmtán ár. Hún er núna 38 ára gömul og kvaddi norska landsliðið á sama tíma og Þórir eftir að hafa unnið ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum. Herrem fór í aðgerð þar sem meinið var fjarlægt. Við tók síðan erfið krabbameinsmeðferð. Á þriðjudaginn í síðustu viku lauk Herrem lyfjameðferðinni sinni og aðeins fimm dögum síðar var hún komin aftur inn á handboltavöllinn með liði sínu Sola HK. Hún skoraði fjögur mörk í leiknum sem Sola vann einmitt með fjórum mörkum. Hún missti allt hárið í lyfjameðferðinni en lét það ekki stoppa sig heldur mætti sköllótt inn á handboltavöllinn. Það er óhætt að segja að hetjuleg barátta hennar og þrautseigja hafi vakið mikla athygli í Noregi. Það er staðreynd að æfingar hjálpa sjúklingum í krabbameinsmeðferð og Herrem gerði sér því gott með því að halda sér áfram í æfingu. Það er samt ekkert grín að gera það í miðri lyfjameðferð sem er einn eitt dæmið um hinn gríðarlega andlega styrk sem Herrem býr yfir. Baráttan er ekki búin því að Herrem á eftir tólf vikur af meðferð þótt að lyfjameðferðin sjálf sé að baki. Herrem skoraði á árunum 2006 til 2024 samtals 951 mark í 332 landsleikjum. View this post on Instagram A post shared by NRK Nyheter (@nrknyheter)
Norski handboltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira