Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 23:00 Verksmiðja PCC Bakka Silicon í Norðurþingi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum. Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum.
Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira