Lífið

Mýtur um fjár­mál: Hræddur við YOLO-viðhorf Ís­lendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Berg hefur skoðað fjármál Íslendinga í mörg ár.
Björn Berg hefur skoðað fjármál Íslendinga í mörg ár.

„Það er ekki þannig að lífið gangi út á að skilja eftir stærsta dánarbúið. Það er ekki stigatafla í kirkjugarðinum og það er heldur ekki verið að halda bókhald um það hver leyfði sér aldrei neitt og sá vinnur leikinn,“ segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson í viðtali við Ísland í dag.

Í þættinum fer hann yfir ýmsar lífseigar mýtur um fjármál, til að mynda hvort að námslán séu hagstæðustu lánin og hvort bílalán séu þau verstu.

Þá talar hann einnig um viðhorf sem virðist vera útbreitt meðal Íslendinga og sem hann er ekkert sérstaklega hrifinn af, svokallað YOLO-viðhorf, eða „þú lifir bara einu sinni“ viðhorfið. Það felst í því að fólk réttlætir fyrir sér að eyða peningum í ferðalög eða taka lán fyrir hinu og þessu því það lifir bara einu sinni. Björn Berg er ekki hrifinn af því „af því að ég hitti síðan fólkið sem hafði talað svona á sínum tíma og er núna með hnút í maganum vegna afleiðinganna.“

Hann brýnir einnig fyrir fólki að huga snemma að lífeyristöku þó það sé ekki skemmtilegt umræðuefni.

„Við getum haft svo mikið um þetta að segja að við getum gjörbreytt lífi okkar með góðri ákvörðun,“ segir Björn Berg.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.