Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 1. september 2025 13:03 Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tekjur Kjaramál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun