Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 1. september 2025 13:03 Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tekjur Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar