Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. september 2025 09:15 Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Vinstri græn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun