Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. september 2025 09:15 Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Vinstri græn Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun