Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2025 09:02 Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari segist hafa fengið líflátshótanir eftir ummæli um óbólusetta í Covid-faraldrinum. Hann hafi þó ekki látið það of mikið á sig fá. Friðrik Ómarer nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, þar sem farið er yfir víðan völl. „Jæja, þá er maður orðinn útdauður með það sama“ Friðrik segist þar til að mynda hafa falið það í mörg ár fyrir pabba sínum að hann væri samkynhneigður. En þegar hann loksins átti samtalið var það ekkert mál. „Maður heyrir enn þann dag í dag að það séu strákar sem halda samkynhneigðinni leyndri fyrir foreldrum sínum alveg þangað til að þau falla frá. Hjá mér kom þetta í skrefum, en einhverra hluta vegna var erfiðast að segja pabba þetta. Ég er einkabarnið hans og ég beið lengi með það. Ég hafði sagt bestu vinum mínum þetta mörgum árum áður en ég átti loksins samtalið við pabba. Það liðu sjö ár frá því að ég sagði fyrst góðum vini mínum frá þessu þangað til að ég tók samtalið við pabba. Hann er mikill skákmaður og sat við tafl inni í stöfu þegar ég kom til hans og ákvað að vaða bara beint í þetta og sagði: „Pabbi, ég er samkynhneigður.“ Það kom smá þögn og svo horfði hann á mig og sagði við mig: „Jæja, þá er maður orðinn útdauður með það sama.“ Svo var þetta bara ekkert mál og hefur aldrei verið neitt vandamál síðan. Það var algjör óþarfi hjá mér að bíða svona lengi með þetta og kvíða þessu svona mikið. Þessi ótti var algjörlega óþarfur og þó að við séum ósammála um margt hefur þetta aldrei verið neitt einasta vandamál,” segir Friðrik. Reifst við föður sinn um bólusetningar Friðrik Ómar segist þó hafa rifist nokkuð við pabba sinn í kringum Covid-faraldurinn, þar sem faðir hans neitaði að þiggja bólusetningu og var mikið á móti aðgerðum hins opinbera. „Fyrir það fyrsta líður mér eins og það séu svona fimmtíu ár síðan þetta var. Kannski sem betur fer, af því að þetta var ekki skemmtilegt tímabil fyrir neinn. Ég viðurkenni það vel að það fór mikið í taugarnar á mér að hann vildi ekki bólusetja sig kominn á þennan aldur. Við rifumst eins og hundur og köttur og það var oft mikil togstreita, en á endanum verður maður að kunna að skiptast á skoðunum þó að fólk sé ósammála. En hann veiktist af Covid og var mjög lengi að jafna sig, þó að hann vildi sjálfur meina að það væri ekki út af Covid.“ Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Harkaleg viðbrögð Í lok árs 2021 tjáði Friðrik Ómar sig opinberlega um óbólusetta eftir að hafa átt skoðanaskipti við pabba sinn. Það átti eftir að valda harkalegri viðbrögðum en hann hefði getað ímyndað sér. „Þessu var upphaflega bara beint að pabba, þar sem ég hafði áhyggjur af honum og var ekki sáttur við ákvörðun hans um að vilja ekki láta bólusetja sig. En svo varð bara allt vitlaust og ég fékk gríðarlega mikið af hatursfullum skilaboðum og það var hópur á Facebook sem í langan tíma fór mikinn í að tala um mig. Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum. Það var þúsund manna hópur með lokaða síðu sem að var að hvetja alla til að mæta aldrei á viðburði hjá mér og dreifa því um samfélagsmiðla. Aðallega karlmenn komnir yfir miðjan aldur sem eru ekki hrifnir af hinsegin fólki. Það komu á mig líflátshótanir og allur pakkinn og þetta var eiginlega gjörsamlega sturlað. En maður getur víst ekki farið í gegnum lífið á þann hátt að öllum líki vel við mann.“ Detox með Jónínu Ben Í þættinum rifjar Friðrik Ómar upp ferð sem hann fór til Póllands í detox hjá vinkonu sinni Jónínu Ben, þar sem mikið einvala lið var samankomið til að taka á heilsunni. „Ég fór 2009 til Póllands í gegnum Heru Björk vinkonu mína í tveggja vikna Detox-ferð. Svo þegar ég kem út sé ég að ég er þarna mættur í Detox með Heru Björk, Jónínu Ben, Árna Johnsen, Gunnari í Krossinum og Geira á Goldfinger. Ég man að ég þurfti að klípa mig og spyrja hvert ég væri eiginlega kominn. En þetta var einhver skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í. Þetta var algjörlega ótrúleg ferð og ógleymanleg í alla staði. Bara minningarnar af því að vera þarna í sánunni með Árna, Geira og Gunnari og svo héldum við líka messu þar sem Gunnar predikaði, Geiri var kórdrengur, Árni spilaði á gítar, ég á píanó og Hera söng. Þetta kom á forsíðu Fréttablaðsins og vakti mikla athygli. Þarna datt engum í hug að Jónína og Gunnar ættu eftir að fella hugi saman. En ég bjó svo hjá Jónínu þegar sambandið þeirra var að byrja og það var annað ævintýri. Jónína var yndisleg kona sem reyndist mér mjög vel. Blessuð sé minning hennar.” Feginn að sumarið sé að klárast Friðrik er ólíkt mörgum ánægður með að sumarið sé að klárast, þar sem haustið og veturinn er hans tími. „Ég er ólíkur flestum Íslendingum með það að mér leiðist oft á sumrin. Ég elska að komast aftur í rútínu og það gerist með haustinu. Allt samfélagið færist í annað horf og takturinn sem kemur með haustinu hentar mér betur. Nú er allt að fara af stað aftur og ég hlakka mjög til mánaðanna framundan. Ég verð með tvenna tónleika í kringum afmælisdaginn minn í Eldborg, þar sem ég tek Villa Vill „showið“. Svo eru jólin minn uppáhaldstími, þar sem ég hef verið svo lánsamur að geta sett upp fjölda sýninga með vinum mínum og fólk hefur tekið því gríðarlega vel. Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að sá tími renni aftur upp.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Friðrik og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Bólusetningar Hinsegin Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Friðrik Ómarer nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, þar sem farið er yfir víðan völl. „Jæja, þá er maður orðinn útdauður með það sama“ Friðrik segist þar til að mynda hafa falið það í mörg ár fyrir pabba sínum að hann væri samkynhneigður. En þegar hann loksins átti samtalið var það ekkert mál. „Maður heyrir enn þann dag í dag að það séu strákar sem halda samkynhneigðinni leyndri fyrir foreldrum sínum alveg þangað til að þau falla frá. Hjá mér kom þetta í skrefum, en einhverra hluta vegna var erfiðast að segja pabba þetta. Ég er einkabarnið hans og ég beið lengi með það. Ég hafði sagt bestu vinum mínum þetta mörgum árum áður en ég átti loksins samtalið við pabba. Það liðu sjö ár frá því að ég sagði fyrst góðum vini mínum frá þessu þangað til að ég tók samtalið við pabba. Hann er mikill skákmaður og sat við tafl inni í stöfu þegar ég kom til hans og ákvað að vaða bara beint í þetta og sagði: „Pabbi, ég er samkynhneigður.“ Það kom smá þögn og svo horfði hann á mig og sagði við mig: „Jæja, þá er maður orðinn útdauður með það sama.“ Svo var þetta bara ekkert mál og hefur aldrei verið neitt vandamál síðan. Það var algjör óþarfi hjá mér að bíða svona lengi með þetta og kvíða þessu svona mikið. Þessi ótti var algjörlega óþarfur og þó að við séum ósammála um margt hefur þetta aldrei verið neitt einasta vandamál,” segir Friðrik. Reifst við föður sinn um bólusetningar Friðrik Ómar segist þó hafa rifist nokkuð við pabba sinn í kringum Covid-faraldurinn, þar sem faðir hans neitaði að þiggja bólusetningu og var mikið á móti aðgerðum hins opinbera. „Fyrir það fyrsta líður mér eins og það séu svona fimmtíu ár síðan þetta var. Kannski sem betur fer, af því að þetta var ekki skemmtilegt tímabil fyrir neinn. Ég viðurkenni það vel að það fór mikið í taugarnar á mér að hann vildi ekki bólusetja sig kominn á þennan aldur. Við rifumst eins og hundur og köttur og það var oft mikil togstreita, en á endanum verður maður að kunna að skiptast á skoðunum þó að fólk sé ósammála. En hann veiktist af Covid og var mjög lengi að jafna sig, þó að hann vildi sjálfur meina að það væri ekki út af Covid.“ Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Harkaleg viðbrögð Í lok árs 2021 tjáði Friðrik Ómar sig opinberlega um óbólusetta eftir að hafa átt skoðanaskipti við pabba sinn. Það átti eftir að valda harkalegri viðbrögðum en hann hefði getað ímyndað sér. „Þessu var upphaflega bara beint að pabba, þar sem ég hafði áhyggjur af honum og var ekki sáttur við ákvörðun hans um að vilja ekki láta bólusetja sig. En svo varð bara allt vitlaust og ég fékk gríðarlega mikið af hatursfullum skilaboðum og það var hópur á Facebook sem í langan tíma fór mikinn í að tala um mig. Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum. Það var þúsund manna hópur með lokaða síðu sem að var að hvetja alla til að mæta aldrei á viðburði hjá mér og dreifa því um samfélagsmiðla. Aðallega karlmenn komnir yfir miðjan aldur sem eru ekki hrifnir af hinsegin fólki. Það komu á mig líflátshótanir og allur pakkinn og þetta var eiginlega gjörsamlega sturlað. En maður getur víst ekki farið í gegnum lífið á þann hátt að öllum líki vel við mann.“ Detox með Jónínu Ben Í þættinum rifjar Friðrik Ómar upp ferð sem hann fór til Póllands í detox hjá vinkonu sinni Jónínu Ben, þar sem mikið einvala lið var samankomið til að taka á heilsunni. „Ég fór 2009 til Póllands í gegnum Heru Björk vinkonu mína í tveggja vikna Detox-ferð. Svo þegar ég kem út sé ég að ég er þarna mættur í Detox með Heru Björk, Jónínu Ben, Árna Johnsen, Gunnari í Krossinum og Geira á Goldfinger. Ég man að ég þurfti að klípa mig og spyrja hvert ég væri eiginlega kominn. En þetta var einhver skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í. Þetta var algjörlega ótrúleg ferð og ógleymanleg í alla staði. Bara minningarnar af því að vera þarna í sánunni með Árna, Geira og Gunnari og svo héldum við líka messu þar sem Gunnar predikaði, Geiri var kórdrengur, Árni spilaði á gítar, ég á píanó og Hera söng. Þetta kom á forsíðu Fréttablaðsins og vakti mikla athygli. Þarna datt engum í hug að Jónína og Gunnar ættu eftir að fella hugi saman. En ég bjó svo hjá Jónínu þegar sambandið þeirra var að byrja og það var annað ævintýri. Jónína var yndisleg kona sem reyndist mér mjög vel. Blessuð sé minning hennar.” Feginn að sumarið sé að klárast Friðrik er ólíkt mörgum ánægður með að sumarið sé að klárast, þar sem haustið og veturinn er hans tími. „Ég er ólíkur flestum Íslendingum með það að mér leiðist oft á sumrin. Ég elska að komast aftur í rútínu og það gerist með haustinu. Allt samfélagið færist í annað horf og takturinn sem kemur með haustinu hentar mér betur. Nú er allt að fara af stað aftur og ég hlakka mjög til mánaðanna framundan. Ég verð með tvenna tónleika í kringum afmælisdaginn minn í Eldborg, þar sem ég tek Villa Vill „showið“. Svo eru jólin minn uppáhaldstími, þar sem ég hef verið svo lánsamur að geta sett upp fjölda sýninga með vinum mínum og fólk hefur tekið því gríðarlega vel. Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að sá tími renni aftur upp.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Friðrik og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Bólusetningar Hinsegin Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning