Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar 1. september 2025 07:46 Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég fékk nýlega þær þungbæru fréttir að Bríet Irma, ung kona sem ég þekkti, hefði tekið eigið líf. Ég setti stuttan minningarstatus. Svo fór að rigna inn sögum. Fjörutíu og ein ítarleg frásögn um bið og loknar dyr. Yfir hundrað skilaboð frá fólki sem þorir ekki að leita sér hjálpar af ótta við fordóma hjá sama kerfi og það þarf á að halda. Ég taldi mig þekkja vandann. Ég er samt í sjokki. Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur. Foreldra sem halda heimili saman. Ungmenni sem leita leiðar. Aðstandendur sem standa vaktina og brenna út. Á bak við hverja línu í töflu er manneskja með nafn. Nú spyr ég ykkur sem manneskjur áður en þið eruð ráðherrar, stjórnendur eða sérfræðingar. Finnst ykkur þetta í lagi. Fordómar kosta líf og traust Fólk skrifar mér að það þori ekki að biðja um hjálp. Ótti við stimpil. Ótti við að verða merkt sem vandamál. Á meðan bíður lífið. Finnst ykkur þetta í lagi. Fjárfesting sem sparar Snemmtæk þjónusta sparar líf og sparar fé. Færri bráðar innlagnir. Minni tími á bráðamóttöku. Færri útköll. Færri fangelsisdaga. Minna framleiðnitap. Minni byrði á aðstandendum. Þetta er ekki slagorð heldur skynsemi. Finnst ykkur í lagi að bíða eftir skaðanum í stað þess að grípa inn fyrr. Fimm svör sem ég óska eftir Hver er raunbið í dag eftir fyrstu þjónustu hjá heilsugæslu og sérhæfðri geðþjónustu og hvernig er hún mæld Hvað tekur langan tíma að komast í greiningu og fyrstu meðferð ef viðkomandi hefur engin fjárráð og hvar er lifandi leið inn Hver ber framkvæmdarábyrgð á því að stytta bráða bið næstu þrjátíu daga hjá börnum og fullorðnum með nafni og símanúmeri Hvaða þrjár aðgerðir fara í gang strax í dag til að koma í veg fyrir endurteknar bráðakomur án eftirfylgdar Hvenær og hvernig birtist regluleg, opinber uppfærsla á biðtíma, úrræðum og árangri á einum stað sem allir skilja Ef kerfið er í lagi má svara þessu strax. Ef kerfið er ekki í lagi þarf að segja það hreint út og laga það núna. Hvað þarf að gerast strax í dag Opna samfellda bráða leið í þjónustu sem virkar utan skrifstofutíma Tryggja tímabundna fagþjónustu án greiðslu fyrir fólk með litla eða enga greiðslugetu Setja stutt, markviss stuðningsviðtöl með skýrri eftirfylgd í heilsugæslu Bjóða skjót ráðgjafasamtöl fyrir aðstandendur með skýra leið inn í kerfið Virkja samstarf við félagasamtök sem geta mætt fólki strax Ég skrifa sem manneskja með ADHD og reynslu af kerfinu. Ég fékk greiningu seint og greiddi sjálfur fyrir mat. Ég á fólk sem styður mig. Ekki allir hafa þann stuðning. Þess vegna þarf þjónusta sem tekur á móti án stimplunar. Ég er að stofna Strax í dag. Grasrót sem krefst virkrar þjónustu, gagnsæis og samráðs. Ég auglýsi kynningarfund fljótlega. En aðalatriðið er að fá svör og sjá aðgerðir. Til ykkar sem haldið um stjórnvölinn. Tölum saman. Sýnum hugrekki. Setjum fólkið á undan ferlinu. Finnst ykkur þetta í lagi eins og staðan er í dag. Til þeirra sem eiga erfitt. Píeta er í síma 552 2218 og á vefnum pieta punktur is. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn alla daga. Það er í lagi að leita hjálpar. Það er styrkur. Þú ert ekki ein eða einn. Ég gefst ekki upp. Við getum lagað þetta. En það þarf svör, samkennd og aðgerðir sem byrja strax í dag. Höfundur er með ADHD og PTSD, og er viðurkenndur markþjálfi og stofnandi “STRAX Í DAG”.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun