Afhjúpaði eigin njósnara á X Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 10:36 Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbei Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA. Gabbard hafði ekkert samráð haft við yfirmenn Leyniþjónustunnar um fólkið sem hún svipti heimild til að meðhöndla leynileg gögn, en þannig var hún í raun að binda enda á starfsferil þeirra. Flestir af starfsmönnunum 37 höfðu komið að rannsókn leyniþjónusta Bandaríkjanna á afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og höfðu einhverjir þeirra skrifað undir bréf frá 2019 um að víkja ætti Trump úr embætti, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Miðillinn segir Gabbard ekki hafa vitað að einn á listanum hefði ekki opinberlega verið starfsmaður CIA og að hann hefði unnið fyrir leyniþjónustuna á laun. Gabbard segist hafa verið að vinna samkvæmt skipun frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Einn helsti sérfræðingur um Rússlands rekinn Á lista Gabbard var einnig kona sem þykir einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í málefnum Rússlands. Hún hafði unnið hjá leyniþjónustum Bandaríkjanna í 29 ár og hafðu lagt mikið púður í að undirbúa fund Trumps með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Alaska fyrr í mánuðinum. Samkvæmt frétt Washington Post átti konan brátt að fara í aðra og æðri stöðu en þess ís tað var hún kölluð á fund og henni tilkynnt að ferli hennar væri lokið. Þegar Gabbard tilkynnti ákvörðun sína og birti lista yfir nöfn fólksins á X, sakaði hún fólkið sem hún var í einhverjum tilfellum að bola úr störfum þeirra um að misnota traust almennings með því að misnota og rangtúlka leynilegar upplýsingar í pólitískum tilgangi eða leka þeim til fjölmiðla. Hún vísaði þó ekki til neinna tiltekinna dæma. Margir sjá aðgerðir Gabbard sem pólitíska hefnd og hreinsun á fólki sem þykir ekki nægilega hliðhollt Trump. Sjá einnig: Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Málið þykir varpa ljósi á deilur milli Gabbard og John Ratcliffe, yfirmanns CIA. Gabbard svipti fyrr í sumar hulunni af leynilegu skjali um afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016, þrátt fyrir að Ratcliffe vildi halda hlutum skjalsins leynilegum, þar sem þeir vörpuðu ljósi á leynilegar aðferðir stofnunarinnar til að afla upplýsinga. John Ratcliffe, yfirmaður CIA.AP/Alex Brandon Ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi Gabbard er fyrrverandi þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Havaí og var á árum áður hermaður. Hún yfirgaf Demókrataflokkinn árið 2022 og lýsti yfir stuðningi við Trump í ágúst í fyrra. Áður en hún var gerð af yfirmanni allra leyniþjónusta Bandaríkjanna, hafði hún egna reynslu af leyniþjónustumálum. Hún hefur einnig í gegnum árin sýnt mikla samstöðu með Vladimír Pútín og Bashar al-Assad, einræðisherrum Rússlands og Sýrlands, í gegnum árin. Árið 2017 ferðaðist hún til Sýrlands og fundaði með Assad og einangraði hún sig þá töluvert frá öðrum innan Demókrataflokksins. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Gabbard hefur einnig ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu og meðal annars haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi rekið fjölda rannsóknarstofa í Úkraínu þar sem efnavopn voru þróuð, sem er ekki rétt og samsæriskenning sem dreift hefur verið af Rússum á undanförnum árum. Ríkismiðlar Rússlands hafa ítrekað fjallað um hana með jákvæðum hætti í gegnum árin og lýst henni sem bandamanni Rússlands. Sakaði Obama um landráð Gabbard birti einnig á dögunum skýrslu sem ætlað var að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna á árum áður að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Þar sakaði hún ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um landráð. Skýrsla þessi hefur þó verið harðlega gagnrýnd, eins og Gabbard, fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu. Í yfirlýsingu frá Obama benti hann líka á að ekkert í skýrslunni afsanni það að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, sem var meðal annars staðfest í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020. Sú nefnd var leidd af Marco Rubio, utanríkisráðherra Trumps. Reyna að grafa undan Rússarannsókninni, aftur Trump-liðar hafa lagt mikið púður í það frá því hann tók við embætti forseta á nýjan leik, að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, eins og Trump gerði einnig á sínu fyrsta kjörtímabili. Mikið af áður leynilegum gögnum hafa verið opinberuð en samhliða því hafa starfsmenn Trumps ítrekað sagt ósatt um hvað þessi gögn eiga að sýna. Sjá einnig: „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Frá því Trump sneri aftur í Hvíta húsið hefur fjölda fólks innan leyniþjónusta Bandaríkjanna verið sagt upp eða þeim bolað úr starfi. Flestum nýjum starfsmönnum var sagt upp á einu bretti. Þetta hefur aukið á áhyggjur sérfræðinga og fyrrverandi starfsmanna um að þeir sem eftir sitja, eigi erfitt með að birta skýrslur eða greiningar sem þyki óþægilegir fyrir Trump eða fari gegn skoðunum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Barack Obama Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Gabbard hafði ekkert samráð haft við yfirmenn Leyniþjónustunnar um fólkið sem hún svipti heimild til að meðhöndla leynileg gögn, en þannig var hún í raun að binda enda á starfsferil þeirra. Flestir af starfsmönnunum 37 höfðu komið að rannsókn leyniþjónusta Bandaríkjanna á afskiptum yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og höfðu einhverjir þeirra skrifað undir bréf frá 2019 um að víkja ætti Trump úr embætti, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Miðillinn segir Gabbard ekki hafa vitað að einn á listanum hefði ekki opinberlega verið starfsmaður CIA og að hann hefði unnið fyrir leyniþjónustuna á laun. Gabbard segist hafa verið að vinna samkvæmt skipun frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Einn helsti sérfræðingur um Rússlands rekinn Á lista Gabbard var einnig kona sem þykir einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í málefnum Rússlands. Hún hafði unnið hjá leyniþjónustum Bandaríkjanna í 29 ár og hafðu lagt mikið púður í að undirbúa fund Trumps með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Alaska fyrr í mánuðinum. Samkvæmt frétt Washington Post átti konan brátt að fara í aðra og æðri stöðu en þess ís tað var hún kölluð á fund og henni tilkynnt að ferli hennar væri lokið. Þegar Gabbard tilkynnti ákvörðun sína og birti lista yfir nöfn fólksins á X, sakaði hún fólkið sem hún var í einhverjum tilfellum að bola úr störfum þeirra um að misnota traust almennings með því að misnota og rangtúlka leynilegar upplýsingar í pólitískum tilgangi eða leka þeim til fjölmiðla. Hún vísaði þó ekki til neinna tiltekinna dæma. Margir sjá aðgerðir Gabbard sem pólitíska hefnd og hreinsun á fólki sem þykir ekki nægilega hliðhollt Trump. Sjá einnig: Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Málið þykir varpa ljósi á deilur milli Gabbard og John Ratcliffe, yfirmanns CIA. Gabbard svipti fyrr í sumar hulunni af leynilegu skjali um afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016, þrátt fyrir að Ratcliffe vildi halda hlutum skjalsins leynilegum, þar sem þeir vörpuðu ljósi á leynilegar aðferðir stofnunarinnar til að afla upplýsinga. John Ratcliffe, yfirmaður CIA.AP/Alex Brandon Ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi Gabbard er fyrrverandi þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Havaí og var á árum áður hermaður. Hún yfirgaf Demókrataflokkinn árið 2022 og lýsti yfir stuðningi við Trump í ágúst í fyrra. Áður en hún var gerð af yfirmanni allra leyniþjónusta Bandaríkjanna, hafði hún egna reynslu af leyniþjónustumálum. Hún hefur einnig í gegnum árin sýnt mikla samstöðu með Vladimír Pútín og Bashar al-Assad, einræðisherrum Rússlands og Sýrlands, í gegnum árin. Árið 2017 ferðaðist hún til Sýrlands og fundaði með Assad og einangraði hún sig þá töluvert frá öðrum innan Demókrataflokksins. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Gabbard hefur einnig ítrekað básúnað áróður frá Rússlandi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu og meðal annars haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi rekið fjölda rannsóknarstofa í Úkraínu þar sem efnavopn voru þróuð, sem er ekki rétt og samsæriskenning sem dreift hefur verið af Rússum á undanförnum árum. Ríkismiðlar Rússlands hafa ítrekað fjallað um hana með jákvæðum hætti í gegnum árin og lýst henni sem bandamanni Rússlands. Sakaði Obama um landráð Gabbard birti einnig á dögunum skýrslu sem ætlað var að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna á árum áður að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Þar sakaði hún ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um landráð. Skýrsla þessi hefur þó verið harðlega gagnrýnd, eins og Gabbard, fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu. Í yfirlýsingu frá Obama benti hann líka á að ekkert í skýrslunni afsanni það að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, sem var meðal annars staðfest í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020. Sú nefnd var leidd af Marco Rubio, utanríkisráðherra Trumps. Reyna að grafa undan Rússarannsókninni, aftur Trump-liðar hafa lagt mikið púður í það frá því hann tók við embætti forseta á nýjan leik, að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, eins og Trump gerði einnig á sínu fyrsta kjörtímabili. Mikið af áður leynilegum gögnum hafa verið opinberuð en samhliða því hafa starfsmenn Trumps ítrekað sagt ósatt um hvað þessi gögn eiga að sýna. Sjá einnig: „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Frá því Trump sneri aftur í Hvíta húsið hefur fjölda fólks innan leyniþjónusta Bandaríkjanna verið sagt upp eða þeim bolað úr starfi. Flestum nýjum starfsmönnum var sagt upp á einu bretti. Þetta hefur aukið á áhyggjur sérfræðinga og fyrrverandi starfsmanna um að þeir sem eftir sitja, eigi erfitt með að birta skýrslur eða greiningar sem þyki óþægilegir fyrir Trump eða fari gegn skoðunum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Barack Obama Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira