Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 13:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“ Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira