Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Oddný Björg Rafnsdóttir, Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, Guðjón Magnússon og Margrét Rut Eddudóttir skrifa 28. ágúst 2025 07:16 Í dag keppir Ísland við Ísrael á Evrópumeistaramótinu í körfubolta. Almenn þögn hafði ríkt um leikinn þar til að KKÍ birti loks, viku fyrir leik, yfirlýsingu um að það myndi ekki sniðganga. Sambandið sagðist hafa komið á framfæri þeirri skoðun sinni innan FIBA að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum en án árangurs. Síðan dró KKÍ strax úr slagkrafti sinna eigin mótmæla með því að segja að íþróttir byggðu brýr og tengdu ólík samfélög. Einnig hafði KKÍ áhyggjur af fésektum en engin upphæð var gefin upp í yfirlýsingunni. Elsku íslenska íþróttahreyfing! Við myndum að sjálfsögðu hjálpa ykkur að safna fyrir hvers konar sektum í þágu baráttunnar gegn þjóðarmorði. Ef þið hafið ekki trú á samtakamætti okkar skuluð þið kynna ykkur söfnunarstarfið sem Solaris vann til að bjarga fólki frá Gaza og fjáraflanir Vonarbrúar og Dýrsins, auk auðvitað Félagsins Ísland-Palestína, til að nefna þær helstu. Við í sniðgönguhreyfingunni brennum af löngun til að fá það tækifæri til að láta í okkur heyra sem þið hafið fengið. Að sjálfsögðu myndum við ekki láta ykkur bera þungann af baráttunni ein. Við myndum standa með ykkur, öll sem eitt. En umræðan snýst ekki bara um KKÍ. Hún snýst líka um hina landsleikina sem Ísland hefur leikið við Ísrael á meðan þjóðarmorðinu hefur staðið, í fótbolta og handbolta. Þetta snýst um blakleikinn sem leikinn var við Ísrael fyrir luktum dyrum í Kópavogi í maí 2024, þar sem allir í salnum risu á fætur til að hlusta á ísraelska þjóðsönginn. Þetta snýst um íslensku Ólympíufarana sem veifuðu íslenska fánanum glaðir við hlið þess ísraelska í bátsferð niður Signu sumarið 2024. Þetta snýst um það að eina íslenska íþróttasambandið sem hefur tekið skýra afstöðu gegn þjóð sem fremur þjóðarmorð í beinni útsendingu er Héraðssamband Vestfjarða. Íslenska íþróttahreyfingin gengur ekki í takt við almennt og sjálfsagt siðferði. Það er vissulega fagnaðarefni að KKÍ hafi beitt andófi gegn keppnisrétti Ísraela innan FIBA, en betra hefði verið að heyra af því fyrr. Í lok mars s.l. var ljóst að leikurinn við Ísrael færi fram. Varla hefur það komið KKÍ á óvart að andóf þeirra fékk ekki hljómgrunn innan FIBA, því baráttan gegn þjóðarmorðinu í Palestínu er á öllum sviðum barátta þeirra valdaminni gegn þeim valdameiri. Og hvað er þá til ráða? Að reyna að þaga af sér leikinn og vona að sem fæstir taki eftir honum? Nei, þvert á móti. Þá þarf að hafa hátt. Þá þarf að nýta sér allar leiðir til þess að vekja athygli á því út á við, á erlendum vettvangi, að KKÍ vilji vísa Ísrael úr alþjóðamótum vegna glæpa gegn mannkyni. Það að senda yfirlýsingu á íslenska fjölmiðla „korteri í leik” er í besta falli gagnslaust, í versta falli hvítþvottur. Að nota yfirlýsinguna til að gefa í skyn mikilvægi þess að tengjast ísraelsku samfélagi og byggja til þess brýr gegnum íþróttir var smekklaust klór í bakkann. Við viljum ekki tengjast samfélagi sem hefur murkað lífið úr nágrönnum sínum. Þvert á móti viljum við senda Ísrael og öllum fulltrúum þess skýr skilaboð um að þjóðarmorðið á Gaza sé óásættanlegt. Það er erfitt að velja eitthvað eitt úr hryllingi undanfarinna tveggja ára en í þessari grein viljum við minnast palestínskra lækna og hjúkrunarfræðinga sem Ísrael hefur drepið, fangelsað og pyntað með skipulögðum hætti. Nöfn þeirra þekktustu eru Adnan al-Bursh, yfirlæknis bæklunarskurðlækninga á al-Shifa spítalanum og barnalæknisins Hussam Abu Safiya sem var forstjóri Kamal Adwan spítalans. Adnan al-Bursh var tekinn til fanga í árás Ísraelshers á spítalann þar sem hann starfaði í desember 2023 en Hussam Abu Safiya hlaut sömu örlög ári síðar, í desember 2024. Adnan al-Bursh var fæddur árið 1974, fimm barna faðir sem lést eftir fjóra mánuði í haldi í hinu alræmda Ofer fangelsi í Ísrael. Vitni í fangelsinu lýstu sýnilegum áverkum á líkama hans. Hann var einnig ber að neðan, en palestínskir karlmenn eru beittir grófu kynferðisofbeldi í ísraelskum fangelsum. Ísrael hefur neitað að afhenda lík Adnan al-Bursh til rannsókna eða greftrunar. Hussam Abu Safiya er enn á lífi eftir 8 mánuði í haldi í Ofer fangelsinu. Hann hefur grennst um 30 kíló, er geymdur í gluggalausum klefa og sætir ítrekuðum barsmíðum. Hussam Abu Safiya er fæddur árið 1973. Hann á sex börn en missti það elsta í loftárás Ísraela árið 2024. Það sem við biðjum um er að KKÍ og önnur íslensk íþróttasambönd veiti ekki þögult samþykki sitt við þessari meðferð á læknum. KKÍ og stuðningsmenn þeirra hafa tíundað þá erfiðleika sem það myndi hafa í för með sér að sniðganga leikinn við Ísrael og hversu langvinnir þeir yrðu. Vissulega yrðu þeir umtalsverðir en þeir yrðu samt alltaf tímabundnir. Við Íslendingar erum aldrei nema gestir í baráttunni gegn þjóðarmorði. Síðan förum við heim til okkar, knúsum fjölskylduna okkar og höldum áfram í vinnu eða námi. Þrátt fyrir erfiðleikana sem fylgja því að ryðja brautina í sniðgöngu á Ísrael er ekki eins og einhver hafi beðið okkur um eitthvað óhugsandi og óafturkræft. Það er ekki eins og einhver hafi beðið okkur að rífa niður okkar eigið heimili með gröfu. Að rífa sitt eigið heimili, hversu fáránleg og ýkt samlíking. Út úr öllu korti. Nema hvað að það að rífa sitt eigið heimili er ekki samlíking, heldur veruleiki margra palestínskra fjölskyldna. Öll höfum við heyrt um ísraelsku gröfurnar á Gaza. Þær ruddu fyrst niður borginni Rafah á Suður Gaza, síðan Beit Lahia, Beit Hanoon og Jabalia á Norður Gaza. Í þessum skrifuðum orðum eru þær að fletja út gamla miðbæinn í Gazaborg. Við erum samt ekki að tala um þær, heldur um annan og minna þekktan hluta af opinberri stefnu Ísraels sem snýr að palestínsku fólki á Vesturbakkanum og A-Jerúsalem. Ísraelsríki beitir byggingarreglugerðum á svæðum sem það hefur hernumið markvisst til að gera palestínskt fólk heimilislaust í sínu eigin landi. Eftir áralanga baráttu við óhliðholla dómsstóla fá palestínskar fjölskyldur oftar en ekki þann úrskurð að húsið þeirra sé ólöglegt. Þá er bara um tvennt að velja, rífa það niður sjálf eða láta ísraelska ríkið gera það og greiða háar sektir. Þess vegna spyrjum við, er það sambærileg tilfinning að taka skellinn af sniðgöngu og að rústa barnaherbergjunum með caterpillar gröfu í dagleigu? Eða, er það kannski sá veruleiki, að til þess að geta iðkað íþróttina sem maður elskar þurfi maður að beygja sig undir úrskurð FIBA um að blóðugu börnin sem við sjáum í símanum séu ekki þess virði að trufla partíið, sem gerir skrefin jafn þung inn á völlinn og þau hljóta að vera upp að gröfunni? Því spyrjum við íslensku íþróttahreyfinguna, hvaða hjálp þurfið þið að fá til að þora að standa með eigin sannfæringu? Því við í íslensku sniðgönguhreyfingunni erum tilbúin til að veita hana. Höfundar eru sjálfboðaliðar í íslensku sniðgönguhreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag keppir Ísland við Ísrael á Evrópumeistaramótinu í körfubolta. Almenn þögn hafði ríkt um leikinn þar til að KKÍ birti loks, viku fyrir leik, yfirlýsingu um að það myndi ekki sniðganga. Sambandið sagðist hafa komið á framfæri þeirri skoðun sinni innan FIBA að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum en án árangurs. Síðan dró KKÍ strax úr slagkrafti sinna eigin mótmæla með því að segja að íþróttir byggðu brýr og tengdu ólík samfélög. Einnig hafði KKÍ áhyggjur af fésektum en engin upphæð var gefin upp í yfirlýsingunni. Elsku íslenska íþróttahreyfing! Við myndum að sjálfsögðu hjálpa ykkur að safna fyrir hvers konar sektum í þágu baráttunnar gegn þjóðarmorði. Ef þið hafið ekki trú á samtakamætti okkar skuluð þið kynna ykkur söfnunarstarfið sem Solaris vann til að bjarga fólki frá Gaza og fjáraflanir Vonarbrúar og Dýrsins, auk auðvitað Félagsins Ísland-Palestína, til að nefna þær helstu. Við í sniðgönguhreyfingunni brennum af löngun til að fá það tækifæri til að láta í okkur heyra sem þið hafið fengið. Að sjálfsögðu myndum við ekki láta ykkur bera þungann af baráttunni ein. Við myndum standa með ykkur, öll sem eitt. En umræðan snýst ekki bara um KKÍ. Hún snýst líka um hina landsleikina sem Ísland hefur leikið við Ísrael á meðan þjóðarmorðinu hefur staðið, í fótbolta og handbolta. Þetta snýst um blakleikinn sem leikinn var við Ísrael fyrir luktum dyrum í Kópavogi í maí 2024, þar sem allir í salnum risu á fætur til að hlusta á ísraelska þjóðsönginn. Þetta snýst um íslensku Ólympíufarana sem veifuðu íslenska fánanum glaðir við hlið þess ísraelska í bátsferð niður Signu sumarið 2024. Þetta snýst um það að eina íslenska íþróttasambandið sem hefur tekið skýra afstöðu gegn þjóð sem fremur þjóðarmorð í beinni útsendingu er Héraðssamband Vestfjarða. Íslenska íþróttahreyfingin gengur ekki í takt við almennt og sjálfsagt siðferði. Það er vissulega fagnaðarefni að KKÍ hafi beitt andófi gegn keppnisrétti Ísraela innan FIBA, en betra hefði verið að heyra af því fyrr. Í lok mars s.l. var ljóst að leikurinn við Ísrael færi fram. Varla hefur það komið KKÍ á óvart að andóf þeirra fékk ekki hljómgrunn innan FIBA, því baráttan gegn þjóðarmorðinu í Palestínu er á öllum sviðum barátta þeirra valdaminni gegn þeim valdameiri. Og hvað er þá til ráða? Að reyna að þaga af sér leikinn og vona að sem fæstir taki eftir honum? Nei, þvert á móti. Þá þarf að hafa hátt. Þá þarf að nýta sér allar leiðir til þess að vekja athygli á því út á við, á erlendum vettvangi, að KKÍ vilji vísa Ísrael úr alþjóðamótum vegna glæpa gegn mannkyni. Það að senda yfirlýsingu á íslenska fjölmiðla „korteri í leik” er í besta falli gagnslaust, í versta falli hvítþvottur. Að nota yfirlýsinguna til að gefa í skyn mikilvægi þess að tengjast ísraelsku samfélagi og byggja til þess brýr gegnum íþróttir var smekklaust klór í bakkann. Við viljum ekki tengjast samfélagi sem hefur murkað lífið úr nágrönnum sínum. Þvert á móti viljum við senda Ísrael og öllum fulltrúum þess skýr skilaboð um að þjóðarmorðið á Gaza sé óásættanlegt. Það er erfitt að velja eitthvað eitt úr hryllingi undanfarinna tveggja ára en í þessari grein viljum við minnast palestínskra lækna og hjúkrunarfræðinga sem Ísrael hefur drepið, fangelsað og pyntað með skipulögðum hætti. Nöfn þeirra þekktustu eru Adnan al-Bursh, yfirlæknis bæklunarskurðlækninga á al-Shifa spítalanum og barnalæknisins Hussam Abu Safiya sem var forstjóri Kamal Adwan spítalans. Adnan al-Bursh var tekinn til fanga í árás Ísraelshers á spítalann þar sem hann starfaði í desember 2023 en Hussam Abu Safiya hlaut sömu örlög ári síðar, í desember 2024. Adnan al-Bursh var fæddur árið 1974, fimm barna faðir sem lést eftir fjóra mánuði í haldi í hinu alræmda Ofer fangelsi í Ísrael. Vitni í fangelsinu lýstu sýnilegum áverkum á líkama hans. Hann var einnig ber að neðan, en palestínskir karlmenn eru beittir grófu kynferðisofbeldi í ísraelskum fangelsum. Ísrael hefur neitað að afhenda lík Adnan al-Bursh til rannsókna eða greftrunar. Hussam Abu Safiya er enn á lífi eftir 8 mánuði í haldi í Ofer fangelsinu. Hann hefur grennst um 30 kíló, er geymdur í gluggalausum klefa og sætir ítrekuðum barsmíðum. Hussam Abu Safiya er fæddur árið 1973. Hann á sex börn en missti það elsta í loftárás Ísraela árið 2024. Það sem við biðjum um er að KKÍ og önnur íslensk íþróttasambönd veiti ekki þögult samþykki sitt við þessari meðferð á læknum. KKÍ og stuðningsmenn þeirra hafa tíundað þá erfiðleika sem það myndi hafa í för með sér að sniðganga leikinn við Ísrael og hversu langvinnir þeir yrðu. Vissulega yrðu þeir umtalsverðir en þeir yrðu samt alltaf tímabundnir. Við Íslendingar erum aldrei nema gestir í baráttunni gegn þjóðarmorði. Síðan förum við heim til okkar, knúsum fjölskylduna okkar og höldum áfram í vinnu eða námi. Þrátt fyrir erfiðleikana sem fylgja því að ryðja brautina í sniðgöngu á Ísrael er ekki eins og einhver hafi beðið okkur um eitthvað óhugsandi og óafturkræft. Það er ekki eins og einhver hafi beðið okkur að rífa niður okkar eigið heimili með gröfu. Að rífa sitt eigið heimili, hversu fáránleg og ýkt samlíking. Út úr öllu korti. Nema hvað að það að rífa sitt eigið heimili er ekki samlíking, heldur veruleiki margra palestínskra fjölskyldna. Öll höfum við heyrt um ísraelsku gröfurnar á Gaza. Þær ruddu fyrst niður borginni Rafah á Suður Gaza, síðan Beit Lahia, Beit Hanoon og Jabalia á Norður Gaza. Í þessum skrifuðum orðum eru þær að fletja út gamla miðbæinn í Gazaborg. Við erum samt ekki að tala um þær, heldur um annan og minna þekktan hluta af opinberri stefnu Ísraels sem snýr að palestínsku fólki á Vesturbakkanum og A-Jerúsalem. Ísraelsríki beitir byggingarreglugerðum á svæðum sem það hefur hernumið markvisst til að gera palestínskt fólk heimilislaust í sínu eigin landi. Eftir áralanga baráttu við óhliðholla dómsstóla fá palestínskar fjölskyldur oftar en ekki þann úrskurð að húsið þeirra sé ólöglegt. Þá er bara um tvennt að velja, rífa það niður sjálf eða láta ísraelska ríkið gera það og greiða háar sektir. Þess vegna spyrjum við, er það sambærileg tilfinning að taka skellinn af sniðgöngu og að rústa barnaherbergjunum með caterpillar gröfu í dagleigu? Eða, er það kannski sá veruleiki, að til þess að geta iðkað íþróttina sem maður elskar þurfi maður að beygja sig undir úrskurð FIBA um að blóðugu börnin sem við sjáum í símanum séu ekki þess virði að trufla partíið, sem gerir skrefin jafn þung inn á völlinn og þau hljóta að vera upp að gröfunni? Því spyrjum við íslensku íþróttahreyfinguna, hvaða hjálp þurfið þið að fá til að þora að standa með eigin sannfæringu? Því við í íslensku sniðgönguhreyfingunni erum tilbúin til að veita hana. Höfundar eru sjálfboðaliðar í íslensku sniðgönguhreyfingunni.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar