Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri Prís

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Björk Scheving.
Hildur Björk Scheving. Anna Kristín Scheving

Hildur Björk Scheving hefur verið ráðin markaðsstjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís.

Í tilkynningu segir að hún hafi áður starfað sem markaðsfulltrúi hjá Heimkaupum þar sem hún hafi komið að markaðsmálum fyrir Heimkaup, Prís, 10-11, Extra búðirnar og verslanir hjá Orkunni. 

„Frá opnum Prís hefur Hildur starfað sem markaðsfulltrúi verslunarinnar og tekið virkan þátt í mótun og uppbyggingu vörumerkisins Prís.

Áður starfaði Hildur m.a. sem markaðsstjóri hjá Ungmennafélaginu Fjölni og sem aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöðinni Árseli. Hún er með BS-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og mun útskrifast í haust með MA í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við sama skóla.

Sem markaðsstjóri Prís mun Hildur leiða stefnumótun og framkvæmd markaðsmála verslunarinnar með áherslu á að styrkja vörumerkið enn frekar. Efla sýnileika Prís og tryggja áfram skýra og einlæga miðlun til viðskiptavina Prís, með það að markmiði að fjölga í hópi þeirra sem sækja sér besta prísinn í bænum og bæta þannig hag heimilanna á landinu öllu,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×