Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 14:08 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. HSN/Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN. Þar segir að þjónustukönnun sem gerð hafi verið á meðal skjólstæðinga hafi sýnt að ánægja með þjónustuna og starfsánægja hafi aukist mikið, sem sýni að núverandi umgjörð sem sköpuð hafi verið með nýrri heilsugæslustöð í Sunnuhlíð, ásamt starfsemi á Hvannavöllum, hafi gefið mjög góða raun. „Það hefur ásamt öðru, gefið tilefni til að staldra við og endurmeta fyrri ákvörðun. Staðan verður endurmetin að fimm árum liðnum. Stækkun núverandi húsnæðis og fagleg þróun í brennidepli Stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð um allt að 250 fm fyrir klíníska starfsemi liggur fyrir en auk þess leigir HSN um 1.500 fm af húsnæði undir sálfélagslega þjónustu, heimahjúkrun, ME teymi og skrifstofustarfsemi á Akureyri. Í samstarfi við Akureyrabæ verður unnið að því að flytja heimahjúkrun og heimaþjónustu Akureyrarbæjar í gott sameiginlegt húsnæði til að styðja enn frekar við árangursríkt samstarf og þjónustu. Sálfélagsleg þjónusta sem sinnir öllu Norðurlandi mun áfram verða á Hvannavöllum en einstaka starfsfólk verður áfram staðsett á öðrum starfsstöðvum HSN. Lögð er áhersla á að auglýsa sem flest störf óstaðbundin á starfssvæðinu. Mikil fagleg þróun hefur átt sér stað innan heilsugæslunnar á Akureyri, en innleiðing á teymisvinnu þar sem íbúum svæðisins er skipt upp í fjögur teymi hefur skapað betra flæði, aukið þverfaglegt samstarf og stuðlað að betri þjónustu. Þá hafa nýjar vinnuaðstæður og faglegt starf laðað að aukinn fjölda af nemum sem mikilvægt er að hafi bakland í öflugum hópi fagfólks. Jafnframt er starfsumhverfið í mikilli þróun, en nýlegar breytingar eins og styttri vinnuvika getur reynst áskorun þar sem fleiri eru fjarri á hverjum tíma og er því hagfelldara að hafa eininguna stærri til að vera betur í stakk búin að tryggja samfellu í þjónustu við skjólstæðinga. HSN telur því skynsamlegt að staldra við, styrkja núverandi faglega þróunarvinnu og þjónustu sem og stuðla að auknu jafnvægi í gæði þjónustunnar í stað þess að kljúfa í tvennt klíníska þjónustu á þessu stigi,“ segir í tilkynningunni. Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN. Þar segir að þjónustukönnun sem gerð hafi verið á meðal skjólstæðinga hafi sýnt að ánægja með þjónustuna og starfsánægja hafi aukist mikið, sem sýni að núverandi umgjörð sem sköpuð hafi verið með nýrri heilsugæslustöð í Sunnuhlíð, ásamt starfsemi á Hvannavöllum, hafi gefið mjög góða raun. „Það hefur ásamt öðru, gefið tilefni til að staldra við og endurmeta fyrri ákvörðun. Staðan verður endurmetin að fimm árum liðnum. Stækkun núverandi húsnæðis og fagleg þróun í brennidepli Stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð um allt að 250 fm fyrir klíníska starfsemi liggur fyrir en auk þess leigir HSN um 1.500 fm af húsnæði undir sálfélagslega þjónustu, heimahjúkrun, ME teymi og skrifstofustarfsemi á Akureyri. Í samstarfi við Akureyrabæ verður unnið að því að flytja heimahjúkrun og heimaþjónustu Akureyrarbæjar í gott sameiginlegt húsnæði til að styðja enn frekar við árangursríkt samstarf og þjónustu. Sálfélagsleg þjónusta sem sinnir öllu Norðurlandi mun áfram verða á Hvannavöllum en einstaka starfsfólk verður áfram staðsett á öðrum starfsstöðvum HSN. Lögð er áhersla á að auglýsa sem flest störf óstaðbundin á starfssvæðinu. Mikil fagleg þróun hefur átt sér stað innan heilsugæslunnar á Akureyri, en innleiðing á teymisvinnu þar sem íbúum svæðisins er skipt upp í fjögur teymi hefur skapað betra flæði, aukið þverfaglegt samstarf og stuðlað að betri þjónustu. Þá hafa nýjar vinnuaðstæður og faglegt starf laðað að aukinn fjölda af nemum sem mikilvægt er að hafi bakland í öflugum hópi fagfólks. Jafnframt er starfsumhverfið í mikilli þróun, en nýlegar breytingar eins og styttri vinnuvika getur reynst áskorun þar sem fleiri eru fjarri á hverjum tíma og er því hagfelldara að hafa eininguna stærri til að vera betur í stakk búin að tryggja samfellu í þjónustu við skjólstæðinga. HSN telur því skynsamlegt að staldra við, styrkja núverandi faglega þróunarvinnu og þjónustu sem og stuðla að auknu jafnvægi í gæði þjónustunnar í stað þess að kljúfa í tvennt klíníska þjónustu á þessu stigi,“ segir í tilkynningunni.
Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira