„Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2025 19:00 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir jákvætt að löggjafinn sé loks að bregðast við. Vísir/Arnar Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast. Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“ Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“
Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00