„Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2025 16:01 Sá átján ára þegar hann mætti í Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Vísir/Anton Brink Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvítug kona er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og sá átján ára fyrir peningaþvætti. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, íbúa í Þorlákshöfn á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun, og rænt hann eftir mikið ofbeldi. Matthías segist aðeins hafa verið bílstjóri og tekið við skipunum. Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hugsaði um velferð sína og fjölskyldunnar Áður en þremenningarnir skildu Hjörleif eftir í Gufunesi, þar sem hann fannst fjórum tímum síðar nær dauða en lífi, höfðu þeir tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs. Peningana millifærðu þeir á átján ára karlmann sem sætir fyrir vikið ákæru fyrir peningaþvætti. Hann huldi andlit sitt þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Hann áréttaði að hann neitaði sök. „Mér fannst ég ekki hafa val. Ég var mjög hræddur við þessa menn og er það enn þá. Mér leið eins og ef ég myndi ekki gera eins og mér var sagt væri ég að setja velferð mína og velferð fjölskyldu minnar í hættu.“ Hann sagði Matthías og Lúkas hafa beðið um að fá að leggja pening inn á hann. Hann hafi fengið nokkur símtöl frá þeim um kvöldið. „Þá var reynt að þvinga mig til að veita bankaupplýsingar. Mér var hótað og að lokum gaf ég upp þessar bankaupplýsingar.“ Örvænting greip um sig Hann sagði Lúkas hafa hótað sér veitti hann ekki upplýsingarnar. Hann hafi fundið það á tóninum í rödd hans og hve hræddur hann var í samskiptum við hann. Honum hafi liðið eins og hann ætti ekkert val. Reynt hafi verið að hringja í hann um kvöldið og svo um nóttina þegar hann var sofandi. Hann neitaði að hafa samþykkt að taka við peningunum. „Ég veitti bankaupplýsingar og millifærslan kom þegar ég var sofandi,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi gripið um hann örvænting. Hann hafi hringt í Matthías sem hafi sagt honum að leggja peninginn inn á sig. Millifærslan átti sér stað um ellefuleytið morguninn eftir. Frændi í löggunni Hann sagðist hafa ætlað í skólann um morguninn en farið heim og rætt málin við foreldra sína. Í framhaldinu hafi hann hringt í frænda sinn sem starfar í lögreglunni og beðið um ráð. Sá hafi sagt honum að fara á lögreglustöðina á Hverfisgötu og veita allar upplýsingar sem hann gæti. Það hafi hann gert. Hann sagði aldrei hafa hvarflað að sér að um illa fengið fé væri að ræða. Hann hafi bara tekið við skipunum og vonað að málið myndi klárast. „Ég var hræddur um fjölskyldu mína og ég var hræddur um að ef ég myndi hafna þessu myndi einhver koma heim til mín daginn eftir.“ Hann var spurður að því hvers vegna hann væri hræddur við þessa menn. „Sögur sem ég hef heyrt og áfall sem ég varð fyrir á Menningarnótt í fyrra sem gerir mjög auðvelt fyrir að verða hræddur út af svona hlutum.“ Hræddari við Lúkas en Matthías Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, spurði þann átján ára hvers vegna hann væri hræddur við Lúkas. Hann hefði aldrei átt nein samskipti við hann. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink Hann sagði Lúkas aldrei hafa hótað sér eða ógnað með beinum hætti. Það hafi verið tónninn sem hann notaði í samskiptum þeirra. Hann sagðist hafa reynt að tefja málið í símtalinu því hann hafi ekki viljað að peningar yrðu lagðir inn á hann. Þá sagði sá átján ára hafa verið hræddur við Matthías Björn en þó ekki jafnhræddur og við Lúkas. Leið mjög illa Móðir þess átján ára sagði son sinn hafa verið ólíkan sjálfum sér umræddan morgun. Hann hafi farið inn í herbergi og hringt símtal. Í framhaldi af því hafi hann sagt mömmu sinni að ef einhver kæmi þá væri hann ekki heima. „Hann var eitthvað hræddur. Ég finn að það er eitthvað eins og það á ekki að vera. Ég sest hjá honum, honum líður mjög illa.“ Þá hafi hann tjáð móður sinni að peningur hafi verið lagður inn á hann um nóttina. Hann hafi verið með mörg ósvöruð símtöl á síma sínum. „Hann sýnir mér í bankann hjá sér að það hafi verið lagðar inn á hann þrjár milljónir króna. Maður veit að það er eitthvað skrýtið.“ Bankað á miðnætti Móðirin segir að farið hafi að renna á þau nokkur ljós þegar fréttaflutningur af málinu hófst, að um tálbeituaðgerð hefði verið að ræða og fleira. Hún hafi í framhaldinu flett upp kennitölu þess sem lagði inn á hana og komist að því að sá héti Hjörleifur og væri búsettur í Ölfusi. Frændi þeirra í löggunni hafi ráðlagt þeim að hringja í 112 og tilkynna málið sem þau hafi gert. Tveir lögreglumenn hafi komið, tekið skýrslu af honum og foreldrunum. Hann hafi afhent síma sinn og allar upplýsingar. „Við höldum þarna að okkar aðkomu sé lokið og erum vægast sagt í áfalli. Um miðnætti er bankað og þá er komin handtökuskipun,“ sagði móðirin. „Við vitum ekkert. Hann er orðinn átján ára en segir okkur að hann hafi ekkert rangt gert og það verði allt í lagi.“ Óöruggur eftir áfall Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi þess átján ára, spurði út í áfallasögu sakborningsins. Móðirin sagði hann glíma við ýmis vandamál tengd skóla auk Asperberg og ADHD. Hún sagði að vegna þessa væri hann útsettur fyrir því að vera notaður. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Á Menningarnótt í fyrra hafi hann orðið vitni að því að vinur hans var stunginn sem hafi orðið honum mikið áfall. Hann hafi verið í meðferð af þeim sökum. Eftir Menningarnótt hafi hann orðið óöruggari, traustið minnkað og hann átt erfiðar með að lesa í aðstæður. „Hann fór í kjölfarið í meðferð hjá áfallateymi Landspítalasjúkrhúss og svo hjá sálfræðingi. Hefði reynt að upplýsa lögreglu Móðirin lýsti því nánar að sonur hennar hefði virkað órólegur, fyrst sagt henni að það væri bara smá vesen og ekkert viljað ræða málið „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur.“ Hann hefði sagt að einhver gæti komið heim til þeirra og nefndi að einn gæti verið með klippingu eins og Lúkas Geir, sakborningur í málinu, skartar. Ef hann mætti ætti móðir hans að segja honum að búið væri að handtaka hann. Hún sagði son sinn hafa haft samband við lögreglu að fyrra bragði. Þannig hefði hann reynt sitt ítrasta til að upplýsa málið. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvítug kona er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og sá átján ára fyrir peningaþvætti. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, íbúa í Þorlákshöfn á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun, og rænt hann eftir mikið ofbeldi. Matthías segist aðeins hafa verið bílstjóri og tekið við skipunum. Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hugsaði um velferð sína og fjölskyldunnar Áður en þremenningarnir skildu Hjörleif eftir í Gufunesi, þar sem hann fannst fjórum tímum síðar nær dauða en lífi, höfðu þeir tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs. Peningana millifærðu þeir á átján ára karlmann sem sætir fyrir vikið ákæru fyrir peningaþvætti. Hann huldi andlit sitt þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Hann áréttaði að hann neitaði sök. „Mér fannst ég ekki hafa val. Ég var mjög hræddur við þessa menn og er það enn þá. Mér leið eins og ef ég myndi ekki gera eins og mér var sagt væri ég að setja velferð mína og velferð fjölskyldu minnar í hættu.“ Hann sagði Matthías og Lúkas hafa beðið um að fá að leggja pening inn á hann. Hann hafi fengið nokkur símtöl frá þeim um kvöldið. „Þá var reynt að þvinga mig til að veita bankaupplýsingar. Mér var hótað og að lokum gaf ég upp þessar bankaupplýsingar.“ Örvænting greip um sig Hann sagði Lúkas hafa hótað sér veitti hann ekki upplýsingarnar. Hann hafi fundið það á tóninum í rödd hans og hve hræddur hann var í samskiptum við hann. Honum hafi liðið eins og hann ætti ekkert val. Reynt hafi verið að hringja í hann um kvöldið og svo um nóttina þegar hann var sofandi. Hann neitaði að hafa samþykkt að taka við peningunum. „Ég veitti bankaupplýsingar og millifærslan kom þegar ég var sofandi,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi gripið um hann örvænting. Hann hafi hringt í Matthías sem hafi sagt honum að leggja peninginn inn á sig. Millifærslan átti sér stað um ellefuleytið morguninn eftir. Frændi í löggunni Hann sagðist hafa ætlað í skólann um morguninn en farið heim og rætt málin við foreldra sína. Í framhaldinu hafi hann hringt í frænda sinn sem starfar í lögreglunni og beðið um ráð. Sá hafi sagt honum að fara á lögreglustöðina á Hverfisgötu og veita allar upplýsingar sem hann gæti. Það hafi hann gert. Hann sagði aldrei hafa hvarflað að sér að um illa fengið fé væri að ræða. Hann hafi bara tekið við skipunum og vonað að málið myndi klárast. „Ég var hræddur um fjölskyldu mína og ég var hræddur um að ef ég myndi hafna þessu myndi einhver koma heim til mín daginn eftir.“ Hann var spurður að því hvers vegna hann væri hræddur við þessa menn. „Sögur sem ég hef heyrt og áfall sem ég varð fyrir á Menningarnótt í fyrra sem gerir mjög auðvelt fyrir að verða hræddur út af svona hlutum.“ Hræddari við Lúkas en Matthías Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, spurði þann átján ára hvers vegna hann væri hræddur við Lúkas. Hann hefði aldrei átt nein samskipti við hann. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink Hann sagði Lúkas aldrei hafa hótað sér eða ógnað með beinum hætti. Það hafi verið tónninn sem hann notaði í samskiptum þeirra. Hann sagðist hafa reynt að tefja málið í símtalinu því hann hafi ekki viljað að peningar yrðu lagðir inn á hann. Þá sagði sá átján ára hafa verið hræddur við Matthías Björn en þó ekki jafnhræddur og við Lúkas. Leið mjög illa Móðir þess átján ára sagði son sinn hafa verið ólíkan sjálfum sér umræddan morgun. Hann hafi farið inn í herbergi og hringt símtal. Í framhaldi af því hafi hann sagt mömmu sinni að ef einhver kæmi þá væri hann ekki heima. „Hann var eitthvað hræddur. Ég finn að það er eitthvað eins og það á ekki að vera. Ég sest hjá honum, honum líður mjög illa.“ Þá hafi hann tjáð móður sinni að peningur hafi verið lagður inn á hann um nóttina. Hann hafi verið með mörg ósvöruð símtöl á síma sínum. „Hann sýnir mér í bankann hjá sér að það hafi verið lagðar inn á hann þrjár milljónir króna. Maður veit að það er eitthvað skrýtið.“ Bankað á miðnætti Móðirin segir að farið hafi að renna á þau nokkur ljós þegar fréttaflutningur af málinu hófst, að um tálbeituaðgerð hefði verið að ræða og fleira. Hún hafi í framhaldinu flett upp kennitölu þess sem lagði inn á hana og komist að því að sá héti Hjörleifur og væri búsettur í Ölfusi. Frændi þeirra í löggunni hafi ráðlagt þeim að hringja í 112 og tilkynna málið sem þau hafi gert. Tveir lögreglumenn hafi komið, tekið skýrslu af honum og foreldrunum. Hann hafi afhent síma sinn og allar upplýsingar. „Við höldum þarna að okkar aðkomu sé lokið og erum vægast sagt í áfalli. Um miðnætti er bankað og þá er komin handtökuskipun,“ sagði móðirin. „Við vitum ekkert. Hann er orðinn átján ára en segir okkur að hann hafi ekkert rangt gert og það verði allt í lagi.“ Óöruggur eftir áfall Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi þess átján ára, spurði út í áfallasögu sakborningsins. Móðirin sagði hann glíma við ýmis vandamál tengd skóla auk Asperberg og ADHD. Hún sagði að vegna þessa væri hann útsettur fyrir því að vera notaður. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Á Menningarnótt í fyrra hafi hann orðið vitni að því að vinur hans var stunginn sem hafi orðið honum mikið áfall. Hann hafi verið í meðferð af þeim sökum. Eftir Menningarnótt hafi hann orðið óöruggari, traustið minnkað og hann átt erfiðar með að lesa í aðstæður. „Hann fór í kjölfarið í meðferð hjá áfallateymi Landspítalasjúkrhúss og svo hjá sálfræðingi. Hefði reynt að upplýsa lögreglu Móðirin lýsti því nánar að sonur hennar hefði virkað órólegur, fyrst sagt henni að það væri bara smá vesen og ekkert viljað ræða málið „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur.“ Hann hefði sagt að einhver gæti komið heim til þeirra og nefndi að einn gæti verið með klippingu eins og Lúkas Geir, sakborningur í málinu, skartar. Ef hann mætti ætti móðir hans að segja honum að búið væri að handtaka hann. Hún sagði son sinn hafa haft samband við lögreglu að fyrra bragði. Þannig hefði hann reynt sitt ítrasta til að upplýsa málið.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira