„Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Vésteinn Örn Pétursson, Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. ágúst 2025 16:01 Sá átján ára þegar hann mætti í Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Vísir/Anton Brink Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvítug kona er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og sá átján ára fyrir peningaþvætti. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, íbúa í Þorlákshöfn á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun, og rænt hann eftir mikið ofbeldi. Matthías segist aðeins hafa verið bílstjóri og tekið við skipunum. Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hugsaði um velferð sína og fjölskyldunnar Áður en þremenningarnir skildu Hjörleif eftir í Gufunesi, þar sem hann fannst fjórum tímum síðar nær dauða en lífi, höfðu þeir tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs. Peningana millifærðu þeir á átján ára karlmann sem sætir fyrir vikið ákæru fyrir peningaþvætti. Hann huldi andlit sitt þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Hann áréttaði að hann neitaði sök. „Mér fannst ég ekki hafa val. Ég var mjög hræddur við þessa menn og er það enn þá. Mér leið eins og ef ég myndi ekki gera eins og mér var sagt væri ég að setja velferð mína og velferð fjölskyldu minnar í hættu.“ Hann sagði Matthías og Lúkas hafa beðið um að fá að leggja pening inn á hann. Hann hafi fengið nokkur símtöl frá þeim um kvöldið. „Þá var reynt að þvinga mig til að veita bankaupplýsingar. Mér var hótað og að lokum gaf ég upp þessar bankaupplýsingar.“ Örvænting greip um sig Hann sagði Lúkas hafa hótað sér veitti hann ekki upplýsingarnar. Hann hafi fundið það á tóninum í rödd hans og hve hræddur hann var í samskiptum við hann. Honum hafi liðið eins og hann ætti ekkert val. Reynt hafi verið að hringja í hann um kvöldið og svo um nóttina þegar hann var sofandi. Hann neitaði að hafa samþykkt að taka við peningunum. „Ég veitti bankaupplýsingar og millifærslan kom þegar ég var sofandi,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi gripið um hann örvænting. Hann hafi hringt í Matthías sem hafi sagt honum að leggja peninginn inn á sig. Millifærslan átti sér stað um ellefuleytið morguninn eftir. Frændi í löggunni Hann sagðist hafa ætlað í skólann um morguninn en farið heim og rætt málin við foreldra sína. Í framhaldinu hafi hann hringt í frænda sinn sem starfar í lögreglunni og beðið um ráð. Sá hafi sagt honum að fara á lögreglustöðina á Hverfisgötu og veita allar upplýsingar sem hann gæti. Það hafi hann gert. Hann sagði aldrei hafa hvarflað að sér að um illa fengið fé væri að ræða. Hann hafi bara tekið við skipunum og vonað að málið myndi klárast. „Ég var hræddur um fjölskyldu mína og ég var hræddur um að ef ég myndi hafna þessu myndi einhver koma heim til mín daginn eftir.“ Hann var spurður að því hvers vegna hann væri hræddur við þessa menn. „Sögur sem ég hef heyrt og áfall sem ég varð fyrir á Menningarnótt í fyrra sem gerir mjög auðvelt fyrir að verða hræddur út af svona hlutum.“ Hræddari við Lúkas en Matthías Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, spurði þann átján ára hvers vegna hann væri hræddur við Lúkas. Hann hefði aldrei átt nein samskipti við hann. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink Hann sagði Lúkas aldrei hafa hótað sér eða ógnað með beinum hætti. Það hafi verið tónninn sem hann notaði í samskiptum þeirra. Hann sagðist hafa reynt að tefja málið í símtalinu því hann hafi ekki viljað að peningar yrðu lagðir inn á hann. Þá sagði sá átján ára hafa verið hræddur við Matthías Björn en þó ekki jafnhræddur og við Lúkas. Leið mjög illa Móðir þess átján ára sagði son sinn hafa verið ólíkan sjálfum sér umræddan morgun. Hann hafi farið inn í herbergi og hringt símtal. Í framhaldi af því hafi hann sagt mömmu sinni að ef einhver kæmi þá væri hann ekki heima. „Hann var eitthvað hræddur. Ég finn að það er eitthvað eins og það á ekki að vera. Ég sest hjá honum, honum líður mjög illa.“ Þá hafi hann tjáð móður sinni að peningur hafi verið lagður inn á hann um nóttina. Hann hafi verið með mörg ósvöruð símtöl á síma sínum. „Hann sýnir mér í bankann hjá sér að það hafi verið lagðar inn á hann þrjár milljónir króna. Maður veit að það er eitthvað skrýtið.“ Bankað á miðnætti Móðirin segir að farið hafi að renna á þau nokkur ljós þegar fréttaflutningur af málinu hófst, að um tálbeituaðgerð hefði verið að ræða og fleira. Hún hafi í framhaldinu flett upp kennitölu þess sem lagði inn á hana og komist að því að sá héti Hjörleifur og væri búsettur í Ölfusi. Frændi þeirra í löggunni hafi ráðlagt þeim að hringja í 112 og tilkynna málið sem þau hafi gert. Tveir lögreglumenn hafi komið, tekið skýrslu af honum og foreldrunum. Hann hafi afhent síma sinn og allar upplýsingar. „Við höldum þarna að okkar aðkomu sé lokið og erum vægast sagt í áfalli. Um miðnætti er bankað og þá er komin handtökuskipun,“ sagði móðirin. „Við vitum ekkert. Hann er orðinn átján ára en segir okkur að hann hafi ekkert rangt gert og það verði allt í lagi.“ Óöruggur eftir áfall Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi þess átján ára, spurði út í áfallasögu sakborningsins. Móðirin sagði hann glíma við ýmis vandamál tengd skóla auk Asperberg og ADHD. Hún sagði að vegna þessa væri hann útsettur fyrir því að vera notaður. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Á Menningarnótt í fyrra hafi hann orðið vitni að því að vinur hans var stunginn sem hafi orðið honum mikið áfall. Hann hafi verið í meðferð af þeim sökum. Eftir Menningarnótt hafi hann orðið óöruggari, traustið minnkað og hann átt erfiðar með að lesa í aðstæður. „Hann fór í kjölfarið í meðferð hjá áfallateymi Landspítalasjúkrhúss og svo hjá sálfræðingi. Hefði reynt að upplýsa lögreglu Móðirin lýsti því nánar að sonur hennar hefði virkað órólegur, fyrst sagt henni að það væri bara smá vesen og ekkert viljað ræða málið „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur.“ Hann hefði sagt að einhver gæti komið heim til þeirra og nefndi að einn gæti verið með klippingu eins og Lúkas Geir, sakborningur í málinu, skartar. Ef hann mætti ætti móðir hans að segja honum að búið væri að handtaka hann. Hún sagði son sinn hafa haft samband við lögreglu að fyrra bragði. Þannig hefði hann reynt sitt ítrasta til að upplýsa málið. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvítug kona er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og sá átján ára fyrir peningaþvætti. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, íbúa í Þorlákshöfn á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun, og rænt hann eftir mikið ofbeldi. Matthías segist aðeins hafa verið bílstjóri og tekið við skipunum. Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hugsaði um velferð sína og fjölskyldunnar Áður en þremenningarnir skildu Hjörleif eftir í Gufunesi, þar sem hann fannst fjórum tímum síðar nær dauða en lífi, höfðu þeir tekið þriggja milljóna króna lán í nafni Hjörleifs. Peningana millifærðu þeir á átján ára karlmann sem sætir fyrir vikið ákæru fyrir peningaþvætti. Hann huldi andlit sitt þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Hann áréttaði að hann neitaði sök. „Mér fannst ég ekki hafa val. Ég var mjög hræddur við þessa menn og er það enn þá. Mér leið eins og ef ég myndi ekki gera eins og mér var sagt væri ég að setja velferð mína og velferð fjölskyldu minnar í hættu.“ Hann sagði Matthías og Lúkas hafa beðið um að fá að leggja pening inn á hann. Hann hafi fengið nokkur símtöl frá þeim um kvöldið. „Þá var reynt að þvinga mig til að veita bankaupplýsingar. Mér var hótað og að lokum gaf ég upp þessar bankaupplýsingar.“ Örvænting greip um sig Hann sagði Lúkas hafa hótað sér veitti hann ekki upplýsingarnar. Hann hafi fundið það á tóninum í rödd hans og hve hræddur hann var í samskiptum við hann. Honum hafi liðið eins og hann ætti ekkert val. Reynt hafi verið að hringja í hann um kvöldið og svo um nóttina þegar hann var sofandi. Hann neitaði að hafa samþykkt að taka við peningunum. „Ég veitti bankaupplýsingar og millifærslan kom þegar ég var sofandi,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi gripið um hann örvænting. Hann hafi hringt í Matthías sem hafi sagt honum að leggja peninginn inn á sig. Millifærslan átti sér stað um ellefuleytið morguninn eftir. Frændi í löggunni Hann sagðist hafa ætlað í skólann um morguninn en farið heim og rætt málin við foreldra sína. Í framhaldinu hafi hann hringt í frænda sinn sem starfar í lögreglunni og beðið um ráð. Sá hafi sagt honum að fara á lögreglustöðina á Hverfisgötu og veita allar upplýsingar sem hann gæti. Það hafi hann gert. Hann sagði aldrei hafa hvarflað að sér að um illa fengið fé væri að ræða. Hann hafi bara tekið við skipunum og vonað að málið myndi klárast. „Ég var hræddur um fjölskyldu mína og ég var hræddur um að ef ég myndi hafna þessu myndi einhver koma heim til mín daginn eftir.“ Hann var spurður að því hvers vegna hann væri hræddur við þessa menn. „Sögur sem ég hef heyrt og áfall sem ég varð fyrir á Menningarnótt í fyrra sem gerir mjög auðvelt fyrir að verða hræddur út af svona hlutum.“ Hræddari við Lúkas en Matthías Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, spurði þann átján ára hvers vegna hann væri hræddur við Lúkas. Hann hefði aldrei átt nein samskipti við hann. Bræðurnir Stefán Karl og Páll Kristjánssynir eru verjendur Lúkasar og Stefáns.Vísir/Anton Brink Hann sagði Lúkas aldrei hafa hótað sér eða ógnað með beinum hætti. Það hafi verið tónninn sem hann notaði í samskiptum þeirra. Hann sagðist hafa reynt að tefja málið í símtalinu því hann hafi ekki viljað að peningar yrðu lagðir inn á hann. Þá sagði sá átján ára hafa verið hræddur við Matthías Björn en þó ekki jafnhræddur og við Lúkas. Leið mjög illa Móðir þess átján ára sagði son sinn hafa verið ólíkan sjálfum sér umræddan morgun. Hann hafi farið inn í herbergi og hringt símtal. Í framhaldi af því hafi hann sagt mömmu sinni að ef einhver kæmi þá væri hann ekki heima. „Hann var eitthvað hræddur. Ég finn að það er eitthvað eins og það á ekki að vera. Ég sest hjá honum, honum líður mjög illa.“ Þá hafi hann tjáð móður sinni að peningur hafi verið lagður inn á hann um nóttina. Hann hafi verið með mörg ósvöruð símtöl á síma sínum. „Hann sýnir mér í bankann hjá sér að það hafi verið lagðar inn á hann þrjár milljónir króna. Maður veit að það er eitthvað skrýtið.“ Bankað á miðnætti Móðirin segir að farið hafi að renna á þau nokkur ljós þegar fréttaflutningur af málinu hófst, að um tálbeituaðgerð hefði verið að ræða og fleira. Hún hafi í framhaldinu flett upp kennitölu þess sem lagði inn á hana og komist að því að sá héti Hjörleifur og væri búsettur í Ölfusi. Frændi þeirra í löggunni hafi ráðlagt þeim að hringja í 112 og tilkynna málið sem þau hafi gert. Tveir lögreglumenn hafi komið, tekið skýrslu af honum og foreldrunum. Hann hafi afhent síma sinn og allar upplýsingar. „Við höldum þarna að okkar aðkomu sé lokið og erum vægast sagt í áfalli. Um miðnætti er bankað og þá er komin handtökuskipun,“ sagði móðirin. „Við vitum ekkert. Hann er orðinn átján ára en segir okkur að hann hafi ekkert rangt gert og það verði allt í lagi.“ Óöruggur eftir áfall Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi þess átján ára, spurði út í áfallasögu sakborningsins. Móðirin sagði hann glíma við ýmis vandamál tengd skóla auk Asperberg og ADHD. Hún sagði að vegna þessa væri hann útsettur fyrir því að vera notaður. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi átján ára karlmanns sem er ákærður fyrir fjárdrátt.vísir/Anton Brink Á Menningarnótt í fyrra hafi hann orðið vitni að því að vinur hans var stunginn sem hafi orðið honum mikið áfall. Hann hafi verið í meðferð af þeim sökum. Eftir Menningarnótt hafi hann orðið óöruggari, traustið minnkað og hann átt erfiðar með að lesa í aðstæður. „Hann fór í kjölfarið í meðferð hjá áfallateymi Landspítalasjúkrhúss og svo hjá sálfræðingi. Hefði reynt að upplýsa lögreglu Móðirin lýsti því nánar að sonur hennar hefði virkað órólegur, fyrst sagt henni að það væri bara smá vesen og ekkert viljað ræða málið „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur.“ Hann hefði sagt að einhver gæti komið heim til þeirra og nefndi að einn gæti verið með klippingu eins og Lúkas Geir, sakborningur í málinu, skartar. Ef hann mætti ætti móðir hans að segja honum að búið væri að handtaka hann. Hún sagði son sinn hafa haft samband við lögreglu að fyrra bragði. Þannig hefði hann reynt sitt ítrasta til að upplýsa málið.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira