Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 14:22 Kilmar Abrego Garcia áður en hann var handsamaður í Baltimore í dag. AP/Stephanie Scarbrough Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda. Brottflutningurinn hefur þó verið settur á bið í þrjá sólarhringa, vegna dómaraúrskurðar í öðru máli en hann gildir um öll svipuð mál í Maryland. Abrego Garcia, sem er frá El Salvador, en fór ólöglega til Bandaríkjanna árið 2021. Hann var handtekinn í mars og fluttur til El Salvador. Hann var þó fluttur aftur til Bandaríkjanna í júní, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að gera ætti það. Hann var þó við komuna til Bandaríkjanna ákærður fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til Bandaríkjanna, sem verjendur hans segja helbera þvælu. Þeir hafa höfðað mál gegn ríkinu og krefjast þess að málið verði fellt niður á þeim grundvelli að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi eingöngu ákært hann til að refsa honum fyrir lætin vegna flutnings hans til El Salvador. Sjá einnig: Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Abrego Garcia var ekki sleppt úr varðhaldi, eftir að hann var fluttur aftur til Bandaríkjanna, fyrr en á föstudaginn. Það var að ráðleggingu lögmanna hans, sem óttuðust að hann yrði handtekinn aftur og fluttur strax úr landi, ef honum yrði sleppt. Abrego Garcia gaf sig svo fram við innflytjendastofnun Bandaríkjanna í Baltimore í dag. Þá var hann handtekinn og honum sagt að hann yrði fluttur til Úganda, af því hann hafnaði tilboði um að verða fluttur til Costa Rica í skiptum fyrir að játa sekt í áðurnefndri ákæru. Sú ákæra á rætur að rekja til þess að árið 2022 var Abrego Garcia færður í hald lögreglu í Tennessee eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður. Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. AP fréttaveitan segir að til standi að flytja Abrego Garcia úr landi áður en réttarhöld fara fram, á þeim meinta grundvelli að hann ógni öryggi fólks og hann sé meðlimur í alræmdu glæpagengi sem kallast MS-13. Today, ICE law enforcement arrested Kilmar Abrego Garcia and are processing him for deportation. President Trump is not going to allow this illegal alien, who is an MS-13 gang member, human trafficker, serial domestic abuser, and child predator to terrorize American citizens…— Secretary Kristi Noem (@Sec_Noem) August 25, 2025 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, staðhæfði á X í dag að Abrego Garcia væri meðlimur í MS-13, hann væri sekur um mansal, ofbeldismaður og jafnvel barnaníðingur en það er tilvísun í ummæli frá Pam Bondi, dómsmálaráðherra Trumps um svokallaðan ákærudómstól í Tennessee og hvað á að hafa litið dagsins ljós við rannsókn hans fyrr á árinu. Hann hefur aldrei verið dæmdur í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Hvíta húsið hefur einnig haldið því fram að hann sé meðlimur í genginu og þess til stuðnings birt breytta mynd sem á að sýna hvernig húðflúr sem Abrego Garcia er með tákni MS-13. Sérfræðingar segja húðflúrin ekki til marks um að hann sé meðlimur í genginu. Árið 2021 sótti eiginkona og barnsmóðir Abrego Garcia, Jennifer Vasquez Sura, um verndarúrskurð gegn honum og sakaði hann um heimilisofbeldi. Ríkisstjórn Trumps hefur notað það gegn honum en Sura sagði fyrr á árinu að hún hefði gert þetta til að tryggja sig ef deilur sem þau áttu þá í mögnuðust. Hún hefði verið í ofbeldissambandi áður en hún var með Abrego Garcia. Hún sagðist aldrei hafa þurft að fá verndarúrskurð og hefur barist fyrir frelsi eiginmanns síns á árinu. Ríkisstjórn Costa Rica hefur samþykkt að taka við Abrego Garcia sem innflytjenda og segja hann ekki standa frammi fyrir handtöku þar. Þessi mynd var birt á X-síðu Hvíta hússins í dag. Still NOT a Maryland Dad... pic.twitter.com/JhniYkBqrB— The White House (@WhiteHouse) August 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Úganda Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Brottflutningurinn hefur þó verið settur á bið í þrjá sólarhringa, vegna dómaraúrskurðar í öðru máli en hann gildir um öll svipuð mál í Maryland. Abrego Garcia, sem er frá El Salvador, en fór ólöglega til Bandaríkjanna árið 2021. Hann var handtekinn í mars og fluttur til El Salvador. Hann var þó fluttur aftur til Bandaríkjanna í júní, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að gera ætti það. Hann var þó við komuna til Bandaríkjanna ákærður fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til Bandaríkjanna, sem verjendur hans segja helbera þvælu. Þeir hafa höfðað mál gegn ríkinu og krefjast þess að málið verði fellt niður á þeim grundvelli að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi eingöngu ákært hann til að refsa honum fyrir lætin vegna flutnings hans til El Salvador. Sjá einnig: Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Abrego Garcia var ekki sleppt úr varðhaldi, eftir að hann var fluttur aftur til Bandaríkjanna, fyrr en á föstudaginn. Það var að ráðleggingu lögmanna hans, sem óttuðust að hann yrði handtekinn aftur og fluttur strax úr landi, ef honum yrði sleppt. Abrego Garcia gaf sig svo fram við innflytjendastofnun Bandaríkjanna í Baltimore í dag. Þá var hann handtekinn og honum sagt að hann yrði fluttur til Úganda, af því hann hafnaði tilboði um að verða fluttur til Costa Rica í skiptum fyrir að játa sekt í áðurnefndri ákæru. Sú ákæra á rætur að rekja til þess að árið 2022 var Abrego Garcia færður í hald lögreglu í Tennessee eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður. Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. AP fréttaveitan segir að til standi að flytja Abrego Garcia úr landi áður en réttarhöld fara fram, á þeim meinta grundvelli að hann ógni öryggi fólks og hann sé meðlimur í alræmdu glæpagengi sem kallast MS-13. Today, ICE law enforcement arrested Kilmar Abrego Garcia and are processing him for deportation. President Trump is not going to allow this illegal alien, who is an MS-13 gang member, human trafficker, serial domestic abuser, and child predator to terrorize American citizens…— Secretary Kristi Noem (@Sec_Noem) August 25, 2025 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, staðhæfði á X í dag að Abrego Garcia væri meðlimur í MS-13, hann væri sekur um mansal, ofbeldismaður og jafnvel barnaníðingur en það er tilvísun í ummæli frá Pam Bondi, dómsmálaráðherra Trumps um svokallaðan ákærudómstól í Tennessee og hvað á að hafa litið dagsins ljós við rannsókn hans fyrr á árinu. Hann hefur aldrei verið dæmdur í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Hvíta húsið hefur einnig haldið því fram að hann sé meðlimur í genginu og þess til stuðnings birt breytta mynd sem á að sýna hvernig húðflúr sem Abrego Garcia er með tákni MS-13. Sérfræðingar segja húðflúrin ekki til marks um að hann sé meðlimur í genginu. Árið 2021 sótti eiginkona og barnsmóðir Abrego Garcia, Jennifer Vasquez Sura, um verndarúrskurð gegn honum og sakaði hann um heimilisofbeldi. Ríkisstjórn Trumps hefur notað það gegn honum en Sura sagði fyrr á árinu að hún hefði gert þetta til að tryggja sig ef deilur sem þau áttu þá í mögnuðust. Hún hefði verið í ofbeldissambandi áður en hún var með Abrego Garcia. Hún sagðist aldrei hafa þurft að fá verndarúrskurð og hefur barist fyrir frelsi eiginmanns síns á árinu. Ríkisstjórn Costa Rica hefur samþykkt að taka við Abrego Garcia sem innflytjenda og segja hann ekki standa frammi fyrir handtöku þar. Þessi mynd var birt á X-síðu Hvíta hússins í dag. Still NOT a Maryland Dad... pic.twitter.com/JhniYkBqrB— The White House (@WhiteHouse) August 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Úganda Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12