Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar 25. ágúst 2025 14:32 Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar