Lífið

Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hægt verður að skoða lífverur með aðstoð líffræðings og fara upp í Gróttuvita.
Hægt verður að skoða lífverur með aðstoð líffræðings og fara upp í Gróttuvita. Vísir/Vilhelm

Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka.

Í tilkynningu frá bænum um hátíðina segir að þetta sé eina skiptið á á árinu þar sem almenningi býðst að fara upp í Gróttuvita og njóta útsýnis í allar áttir. Auk þess verður hægt að sjá klifurmeistari (Spiderman) klífa vitann og sýna listir sýnar. Hægt verður að rannsaka lífríkið við Gróttu með sjávarlíffræðingi, föndra flugdreka í Albertsbúð, taka þátt í húllafjöri með Húlladúllunni, sönghópurinn Tónafljóð verður með skemmtun auk þess sem boðið verður upp á kennslu í að tálga og gæða sér á veitingum.

Börnum verður boðið að skoða dælu- og sjúkrabíl. Seltjarnarnes

Þá mun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins einnig mæta á svæðið með bæði dælu- og sjúkrabíl í tilefni af 25 ára afmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn í fullum skrúða munu fræða, sýna búnað og mögulega leyfa yngstu gestunum að máta hjálma og verða heiðursslökkviliðsmenn dagsins.

„Þeir kynna meðal annars hvernig vatni er dælt úr dælubíl þegar á þarf að halda og heimilt verður að kíkja inn í klassískan sjúkrabíl til að sjá hvernig búnaðurinn virkar og fræðast um störf sjúkraflutningamanna,“ segir að lokum í tilkynningu bæjarins um viðburðinn.

Dagskrá fjölskyldudagsinsSeltjarnarnesbær





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.