Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. ágúst 2025 14:41 Húsnæðið sem hraðbankinn var í skemmdist verulega við þjófnaðinn enda var gröfu ekið á það. Vísir/Anton Brink Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23
Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29
Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17