Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 11:46 Hlynur Andrésson ætlaði sér að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu en það hefur staðið síðan 1993 og er aðeins eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira