Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 09:50 Til vinstri sést hlaupið flæða niður Barnafoss árið 2020 og til hægri er brúin við Húsafellsskóg. Í hlaupinu 2020 náði vatnsborð upp að henni. Í dag eru enn 2,5 metrar í að vatnið nái að brúnni. Veðurstofan Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. „Hlaupið er enn í gangi en vatnshæð hefur haldist stöðug síðan í gærkvöldi.“ Mælir Veðurstofunnar er staðsettur á brú við Húsafellsskóg og Elísabet segir enn um 2,5 metra í að vatnið nái brúnni. Veðurstofan fylgist vel með mælingum en sé einnig með fólk á staðnum sem fylgist náið með stöðunni. Það sé mælst til þess að íbúar gæti að búfénaði nærri árbökkum. Þó svo að hækkunin sé stöðnuð núna og hafi verið stöðug geti vatnsborðið hækkað skyndilega í slíku hlaupi. „Þetta er greinilegt hlaup. Lónið fyrir ofan er að lækka og það er að leka úr því. Hættan er að það verði snögg og mikil hækkun sem geti náð upp í brúnna. Það eru enn 250 sentímetrar í að vatnsborðið nái í brúnna,“ segir Elísabet. Stórt hlaup varð síðast á svæðinu árið 2020 og náði þá vatnshæðin upp í brúnna. Í skýrslu Veðurstofunnar um jökulhlaupið árið 2020 segir að dagana 17. til 18. ágúst 2020 hafi komið jökulhlaup í farveg Svartár undir Hafrafelli, við vesturjaðar Langjökuls. Hlaupið hafi síðan borist í farveg Hvítár og með henni niður eftir Borgarfirði. Hlaupvatn fyllti svo farveg árinnar undir Hvítárbrú hjá Húsafellsskógi en neðst í Hvítársíðu hækkaði vatnsborð um einn metra og eðja barst sums staðar upp á engjar. Gæti orðið stærra „Núna lítur þetta ágætlega út. Það hefur ekki orðið meiri hækkun en við sáum í gær en hækkunin hefur verið stöðug,“ segir Elísabet og að ef það breytist verði send út tilkynning. Í tilkynningu Veðurstofunnar um hlaupið í gær kom fram að ekki væri hægt að útiloka að hlaupið yrði umfangsmeira en árið 2020. Borgarbyggð Jöklar á Íslandi Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Sjá meira
„Hlaupið er enn í gangi en vatnshæð hefur haldist stöðug síðan í gærkvöldi.“ Mælir Veðurstofunnar er staðsettur á brú við Húsafellsskóg og Elísabet segir enn um 2,5 metra í að vatnið nái brúnni. Veðurstofan fylgist vel með mælingum en sé einnig með fólk á staðnum sem fylgist náið með stöðunni. Það sé mælst til þess að íbúar gæti að búfénaði nærri árbökkum. Þó svo að hækkunin sé stöðnuð núna og hafi verið stöðug geti vatnsborðið hækkað skyndilega í slíku hlaupi. „Þetta er greinilegt hlaup. Lónið fyrir ofan er að lækka og það er að leka úr því. Hættan er að það verði snögg og mikil hækkun sem geti náð upp í brúnna. Það eru enn 250 sentímetrar í að vatnsborðið nái í brúnna,“ segir Elísabet. Stórt hlaup varð síðast á svæðinu árið 2020 og náði þá vatnshæðin upp í brúnna. Í skýrslu Veðurstofunnar um jökulhlaupið árið 2020 segir að dagana 17. til 18. ágúst 2020 hafi komið jökulhlaup í farveg Svartár undir Hafrafelli, við vesturjaðar Langjökuls. Hlaupið hafi síðan borist í farveg Hvítár og með henni niður eftir Borgarfirði. Hlaupvatn fyllti svo farveg árinnar undir Hvítárbrú hjá Húsafellsskógi en neðst í Hvítársíðu hækkaði vatnsborð um einn metra og eðja barst sums staðar upp á engjar. Gæti orðið stærra „Núna lítur þetta ágætlega út. Það hefur ekki orðið meiri hækkun en við sáum í gær en hækkunin hefur verið stöðug,“ segir Elísabet og að ef það breytist verði send út tilkynning. Í tilkynningu Veðurstofunnar um hlaupið í gær kom fram að ekki væri hægt að útiloka að hlaupið yrði umfangsmeira en árið 2020.
Borgarbyggð Jöklar á Íslandi Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Sjá meira