Aurier í bann vegna lifrarbólgu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 09:30 Serge Aurier hefur meðal annars leikið með Nottingham Forest og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. EPA/PETER POWELL Serge Aurier, fyrrverandi leikmaður Tottenham, PSG og Nottingham Forest, hefur verið úrskurðaður í bann frá öllum fótbolta í Íran, aðeins mánuði eftir að hann gekk í raðir íranska félagsins Persepolis. Íranska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta og sagði að Aurier mætti ekki svo mikið sem mæta á æfingar á næstunni, en talið er að hann verði í banni næstu sex mánuðina. Ástæðan mun vera sú að hann greindist með lifrarbólgu B, sem er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum á milli einstaklinga, og taldi íranska sambandið ekki annað hægt en að halda Aurier í einangrun þar til öruggt væri að hann hefði losnað við veiruna. Flestir sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum og mun Aurier gangast aftur undir próf síðar til að ganga úr skugga um að hann geti ekki smitað neinn, áður en hann stígur aftur inn á fótboltavöllinn. Aurier hefur hins vegar þegar brugðist við þessum fréttum á Snapchat-reikningi sínum þar sem hann sagðist vera á æfingu og að fréttirnar, sem miðlar á borð við L‘Equipe í Frakklandi hafa flutt, væru ekki réttar – það væri í góðu lagi með hann. Þá sýndi hann einnig liðsfélaga sinn í myndbandinu. Samkvæmt írönskum miðlum eru forráðamenn Persepolis að íhuga að rifta samningi við Aurier. Hann kom til félagsins eftir að hafa verið orðinn samningslaus hjá Galatasaray á síðasta ári. Þessi 32 ára bakvörður lék áður með Forest 2022-24, Villarreal 2021-22 og Tottenham 2017-21, eftir að hafa farið frá Frakklandi þar sem þessi öflugi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar lék með PSG, Toulouse og Lens. Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Íranska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta og sagði að Aurier mætti ekki svo mikið sem mæta á æfingar á næstunni, en talið er að hann verði í banni næstu sex mánuðina. Ástæðan mun vera sú að hann greindist með lifrarbólgu B, sem er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum á milli einstaklinga, og taldi íranska sambandið ekki annað hægt en að halda Aurier í einangrun þar til öruggt væri að hann hefði losnað við veiruna. Flestir sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum og mun Aurier gangast aftur undir próf síðar til að ganga úr skugga um að hann geti ekki smitað neinn, áður en hann stígur aftur inn á fótboltavöllinn. Aurier hefur hins vegar þegar brugðist við þessum fréttum á Snapchat-reikningi sínum þar sem hann sagðist vera á æfingu og að fréttirnar, sem miðlar á borð við L‘Equipe í Frakklandi hafa flutt, væru ekki réttar – það væri í góðu lagi með hann. Þá sýndi hann einnig liðsfélaga sinn í myndbandinu. Samkvæmt írönskum miðlum eru forráðamenn Persepolis að íhuga að rifta samningi við Aurier. Hann kom til félagsins eftir að hafa verið orðinn samningslaus hjá Galatasaray á síðasta ári. Þessi 32 ára bakvörður lék áður með Forest 2022-24, Villarreal 2021-22 og Tottenham 2017-21, eftir að hafa farið frá Frakklandi þar sem þessi öflugi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar lék með PSG, Toulouse og Lens.
Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira