„Það er æfing á morgun“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2025 22:20 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var strax kominn með hugann við næsta leik gegn Víkingi Vísir/Ernir Davíð Smári Lamude var í skýjunum eftir að hafa unnið Val 0-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill í sögu Vestra og Davíð var afar ánægður með að vera hluti af þeirri sögu. „Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum. Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg stund. Ég er hrikalega stoltur og það er hrikalega gaman að fá að taka þátt í þessu með þessu fólki og þessum stuðningsmönnum. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Davíð Smári og hélt áfram. „Mér fannst við byrja leikinn stressaðir. Við náðum ekki að tengja sendingar og héldum illa í boltann en svo kom tuttugu mínútna kafli þar sem við vorum frábærir. Varnarleikurinn var á köflum stórkostlegur og markið sem Jeppe Pedersen skoraði var úr efstu hillu. Við þurftum einhverja töfra til að brjóta Valsmenn því þeir eru skipulagðir varnarlega.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins verandi einu marki yfir var Davíð Smári mjög sáttur með hvernig liðið barðist fyrir öllum boltum sem skilaði því að Valsmönnum tókst ekki að skora. „Mér fannst leikplan Vals vera eins og við reiknuðum með þeir ætluðu að reyna að finna vasana fyrir framan varnarlínuna okkar en við vorum grimmir og gáfum þeim fá tækifæri. Síðan fóru þeir að gefa boltann fyrir markið og þeir fengu aðeins of margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Síðan endaði leikurinn þannig að það var farið í langa bolta fyrir aftan varnarlínu okkar og það er okkar lifibrauð að eiga við það.“ Davíð Smári hafði lítið pælt í því hvaða þýðingu þessi bikarmeistaratitill hafi fyrir hann persónulega sem þjálfara. „Ég hef ekki hugsað svo langt. Ég legg mig allan fram við það sem ég geri og það er orðið sem fer af mér og liðið stendur fyrir það sama. Ég er mjög stoltur að fá að skrifa nafn Vestra og mitt nafn á þennan bikar með stórum nöfnum og félögum. Þjálfararnir sem eru þarna eru stór nöfn og það gleður mig og ég er stoltur að fá að vera í þeirra hópi.“ Aðspurður út í hvernig leikmenn Vestra fái að fagna bikarmeistaratitlinum hugsandi til þess að næsti leikur væri á þriðjudaginn gegn Víkingi sagði Davíð að það væri æfing á morgun. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð að lokum.
Vestri Mjólkurbikar karla Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn