Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Agnar Már Másson skrifar 23. ágúst 2025 09:32 Föstudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Mynd tengist frétt ekki beint og viðkomandi leigubílar tengjast henni ekki. Vísir/Vilhelm Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum sem Samgöngustofa hefur afhent Vísi. Mikil umræða hefur skapast um leigubílamarkaðinn síðustu misseri og náði hún sennilega hámarki sínu í síðustu viku þegar myndskeið af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh vakti hneykslan. Þar sást hann eiga í hvössum orðaskiptum við ferðamenn á bílastæði Bláa lónsins um helgina og virtist skella skotti bíls á höfuð ferðamannanna. Edeh, sem hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum, var á dögunum sviptur atvinnu- og rekstrarleyfi sínu sem leigubílsstjóri, eins og Vísir greindi frá á miðvikudag. Átta hundruð bílstjórar með virkt leyfi Þeir sem reka leigubíl í sinni eigu eða umráðum þurfa rekstrarleyfi frá Samgöngustofu en til að aka leigubíl undir formerkjum annarrar stöðvar þarf aðeins atvinnuleyfi, svokallað „harkarapróf“. Í dag eru um átta hundruð rekstrarleyfishafar með gilt leyfi en frá gildistöku nýjustu laga 1. apríl 2023, sem voru sett árið 2022, þegar leigubílabransinn var að koma úr mikilli lægð eftir heimsfaraldur og margir bílstjórar höfðu skilað inn leyfinu, hefur fjöldi útgefinna leyfa á ári aukist til muna, enda var takmörkum lyft af fjölda útgefinna leyfa á hverju ári og stöðvarskylda afnumin. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD Árið 2020 gaf Samgöngustofa út og/eða endurnýjaði 163 atvinnuleyfi en árið 2024 gaf stofnunin út 360 atvinnuleyfi og 113 rekstrarleyfi og í ár, 2025, hefur hún þegar gefið út 208 atvinnu- og 78 rekstrarleyfi. Um 160 ábendingar, níu sviptir leyfi Frá því að þessi nýju lög tóku gildi vorið 2023 hafa níu rekstrarleyfishafar verið sviptir leyfi sínu. Má ráða að meðal þeirra sé fyrrnefndur Edeh, sem ók einn undir formerkjum leigubílastöðvarinnar Taxi Amen, sem hann rak. Ekki liggur fyrir hverjir hinir tveir sem sviptir voru leyfi eru eða hvers vegna þeir misstu leyfið. Það vekur aftur á móti athygli blaðamanns að á lista Samgöngustofu vanti nafn Mohamouds Farah Hassans, sem vakti athygli í maí þegar hann ók með tvær ástralskar ferðakonur upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra, og rukkaði þær síðan tæplega 30 þúsund krónur. Fréttastofa hefur þó ekki fengið staðfest hvort hann hafi verið sviptur leyfi. Um sama tíma og þessir níu bílstjórar hafa misst rekstrarleyfið sitt hafa 158 ábendingar borist Samgöngustofu. Rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi leigubifreiðastjóra, t.d. aksturslags, framkomu eða gjaldtöku, en tæplega helmingurinn tengist skráningu leigubifreiðar og leyfismálum. Í gögnum sem lögregla tók saman fyrir Vísi í byrjun júní kemur fram að um 106 brot á lögum um leigubifreiðaakstur hafi verið skráð í gagnagrunni lögregluu síðustu fimm ár. Tæplegaa 90 þeirra brota voru skráð árið 2024, þar af voru 17 sektaðir (lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í víðtæka eftirlitsherferð í fyrrasumar ásamt Samgöngustofu og Skattinum). Samkvæmt svörumfrá Samgöngustofu getur stofnunin í raun ekki svipt leigubílstjóra réttindum sínum nema hann uppfylli ekki lengur skilyrði fyrir þeim, til dæmis með því að brjóta alvarlega af sér. En stofnuninni er samkvæmt lögum heimilt að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og ef töf á sviptingugeturi haft almannahættu í för með sér. Atvinnulausum boðinn námskeiðsstyrkur til að komast aftur á ról Á árinu 2024 greiddi Vinnumálastofnun 10.409.237 krónur til atvinnuleitenda sem höfðu áunnið sér rétt til að öðlast aukin ökuréttindi. Vert er að nefna að í þessum tölum eru einnig námskeið til að öðlast önnur ökuréttindi, svo sem meirapróf á vörubifreiðar og rútupróf. Vinnumálastofnun áréttar enn fremur að hælisleitendur eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fái því ekki þann styrk. Styrkur nemur að hámarki 75 prósentum af námskeiðsgjaldi en er aldrei hærri en 80 þúsund króna á ári til hvers atvinnuleitanda, samkvæmt svari Vinnumálastofnunarviði fyrirspurn Vísis. Árið 2024 fengu þannig 149 atvinnuleitendur slíka styrki fyrir hitt og þetta námskeið; þar af eru 62 atvinnuleitendur með íslenskt ríkisfang, 39 með pólskt og 48 með önnur erlend ríkisföng. Skiptar skoðanir á frumvarpi innviðaráðherra Eyjólfur Ármannssonn innviðaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp sem felur í sér endurupptöku stöðvarskyldu, sem kæmi í veg fyrir að menn ækju um án þess að vera skráðir á stöð, meðal annars í von um að auðvelda eftirlit. Neytendastofu væri einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Í umsögnum við frumvarpið eru skiptar skoðanir meðal hagsmunaaðila. ÖBÍ skrifar í umsögn við frumvarpið að „spurningin sé hvort gengið sé nægilega langt“ til að tryggja öryggi farþega. Kynferðisbrotamál séu til að mynda vandmeðfarin og krefjist mikillar sönnunarbyrði til sakfellingar. Hreyfill, stærsta leigubílastöð landsins, fagnar einnig frumvarpinu í umsögn sinni. Blindrafélagið fagnar fyrirhuguðum breytingum og segir stöðvaskyldu mikilvægt öryggisatriði. Gjalda þurfi varhug við skyndilausnum En að mati Viðskiptaráðs felur frumvarpið í sér afturför fyrir leigubifreiðaþjónustu á Íslandi. Ráðið segir að stöðvarskylda leiði aðeins til hærri verða og lakari þjónustu og bendir stjórnvöldum á að draga frekar úr þeim aðgangsindrunum sem þegar eru til staðar á markaðinum. „Vandamál á borð við okurverðlagningu, svikastarfsemi eða lögbrot eru ekki afleiðing skorts á stöðvarskyldu heldur veikrar framkvæmdar og skorts á virkri eftirfylgni með gildandi lögum,“ skrifar ráðið sem vill heldur afnema stöðvaskyldu þar sem hún gangi gegn EES-samningnum. Samtök atvinnulífsins toga í svipaða strengi og segja óæskilegt að sú leið verði farin að takmarka aðgengi bílstjóra að markaðinum. Ráðist verði á rót vandans, sem snúi að auknu eftirliti á markaðinum og gjalda þurfi varhug við hvers lags skyndilausnum sem draga úr samkeppni á markaðinum. Flokki fólksins tókst ekki að koma leigubílafrumvarpinu í gegnum þingið fyrir þinglok. En innviðaráðherra hét því í Sprengisandi síðasta föstudag að frumvarpið verði fyrsta mál sitt þegar þing kemur saman í september. Leigubílar Umferð Neytendur Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í gögnum sem Samgöngustofa hefur afhent Vísi. Mikil umræða hefur skapast um leigubílamarkaðinn síðustu misseri og náði hún sennilega hámarki sínu í síðustu viku þegar myndskeið af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh vakti hneykslan. Þar sást hann eiga í hvössum orðaskiptum við ferðamenn á bílastæði Bláa lónsins um helgina og virtist skella skotti bíls á höfuð ferðamannanna. Edeh, sem hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum, var á dögunum sviptur atvinnu- og rekstrarleyfi sínu sem leigubílsstjóri, eins og Vísir greindi frá á miðvikudag. Átta hundruð bílstjórar með virkt leyfi Þeir sem reka leigubíl í sinni eigu eða umráðum þurfa rekstrarleyfi frá Samgöngustofu en til að aka leigubíl undir formerkjum annarrar stöðvar þarf aðeins atvinnuleyfi, svokallað „harkarapróf“. Í dag eru um átta hundruð rekstrarleyfishafar með gilt leyfi en frá gildistöku nýjustu laga 1. apríl 2023, sem voru sett árið 2022, þegar leigubílabransinn var að koma úr mikilli lægð eftir heimsfaraldur og margir bílstjórar höfðu skilað inn leyfinu, hefur fjöldi útgefinna leyfa á ári aukist til muna, enda var takmörkum lyft af fjölda útgefinna leyfa á hverju ári og stöðvarskylda afnumin. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD Árið 2020 gaf Samgöngustofa út og/eða endurnýjaði 163 atvinnuleyfi en árið 2024 gaf stofnunin út 360 atvinnuleyfi og 113 rekstrarleyfi og í ár, 2025, hefur hún þegar gefið út 208 atvinnu- og 78 rekstrarleyfi. Um 160 ábendingar, níu sviptir leyfi Frá því að þessi nýju lög tóku gildi vorið 2023 hafa níu rekstrarleyfishafar verið sviptir leyfi sínu. Má ráða að meðal þeirra sé fyrrnefndur Edeh, sem ók einn undir formerkjum leigubílastöðvarinnar Taxi Amen, sem hann rak. Ekki liggur fyrir hverjir hinir tveir sem sviptir voru leyfi eru eða hvers vegna þeir misstu leyfið. Það vekur aftur á móti athygli blaðamanns að á lista Samgöngustofu vanti nafn Mohamouds Farah Hassans, sem vakti athygli í maí þegar hann ók með tvær ástralskar ferðakonur upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra, og rukkaði þær síðan tæplega 30 þúsund krónur. Fréttastofa hefur þó ekki fengið staðfest hvort hann hafi verið sviptur leyfi. Um sama tíma og þessir níu bílstjórar hafa misst rekstrarleyfið sitt hafa 158 ábendingar borist Samgöngustofu. Rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi leigubifreiðastjóra, t.d. aksturslags, framkomu eða gjaldtöku, en tæplega helmingurinn tengist skráningu leigubifreiðar og leyfismálum. Í gögnum sem lögregla tók saman fyrir Vísi í byrjun júní kemur fram að um 106 brot á lögum um leigubifreiðaakstur hafi verið skráð í gagnagrunni lögregluu síðustu fimm ár. Tæplegaa 90 þeirra brota voru skráð árið 2024, þar af voru 17 sektaðir (lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í víðtæka eftirlitsherferð í fyrrasumar ásamt Samgöngustofu og Skattinum). Samkvæmt svörumfrá Samgöngustofu getur stofnunin í raun ekki svipt leigubílstjóra réttindum sínum nema hann uppfylli ekki lengur skilyrði fyrir þeim, til dæmis með því að brjóta alvarlega af sér. En stofnuninni er samkvæmt lögum heimilt að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og ef töf á sviptingugeturi haft almannahættu í för með sér. Atvinnulausum boðinn námskeiðsstyrkur til að komast aftur á ról Á árinu 2024 greiddi Vinnumálastofnun 10.409.237 krónur til atvinnuleitenda sem höfðu áunnið sér rétt til að öðlast aukin ökuréttindi. Vert er að nefna að í þessum tölum eru einnig námskeið til að öðlast önnur ökuréttindi, svo sem meirapróf á vörubifreiðar og rútupróf. Vinnumálastofnun áréttar enn fremur að hælisleitendur eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fái því ekki þann styrk. Styrkur nemur að hámarki 75 prósentum af námskeiðsgjaldi en er aldrei hærri en 80 þúsund króna á ári til hvers atvinnuleitanda, samkvæmt svari Vinnumálastofnunarviði fyrirspurn Vísis. Árið 2024 fengu þannig 149 atvinnuleitendur slíka styrki fyrir hitt og þetta námskeið; þar af eru 62 atvinnuleitendur með íslenskt ríkisfang, 39 með pólskt og 48 með önnur erlend ríkisföng. Skiptar skoðanir á frumvarpi innviðaráðherra Eyjólfur Ármannssonn innviðaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp sem felur í sér endurupptöku stöðvarskyldu, sem kæmi í veg fyrir að menn ækju um án þess að vera skráðir á stöð, meðal annars í von um að auðvelda eftirlit. Neytendastofu væri einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Í umsögnum við frumvarpið eru skiptar skoðanir meðal hagsmunaaðila. ÖBÍ skrifar í umsögn við frumvarpið að „spurningin sé hvort gengið sé nægilega langt“ til að tryggja öryggi farþega. Kynferðisbrotamál séu til að mynda vandmeðfarin og krefjist mikillar sönnunarbyrði til sakfellingar. Hreyfill, stærsta leigubílastöð landsins, fagnar einnig frumvarpinu í umsögn sinni. Blindrafélagið fagnar fyrirhuguðum breytingum og segir stöðvaskyldu mikilvægt öryggisatriði. Gjalda þurfi varhug við skyndilausnum En að mati Viðskiptaráðs felur frumvarpið í sér afturför fyrir leigubifreiðaþjónustu á Íslandi. Ráðið segir að stöðvarskylda leiði aðeins til hærri verða og lakari þjónustu og bendir stjórnvöldum á að draga frekar úr þeim aðgangsindrunum sem þegar eru til staðar á markaðinum. „Vandamál á borð við okurverðlagningu, svikastarfsemi eða lögbrot eru ekki afleiðing skorts á stöðvarskyldu heldur veikrar framkvæmdar og skorts á virkri eftirfylgni með gildandi lögum,“ skrifar ráðið sem vill heldur afnema stöðvaskyldu þar sem hún gangi gegn EES-samningnum. Samtök atvinnulífsins toga í svipaða strengi og segja óæskilegt að sú leið verði farin að takmarka aðgengi bílstjóra að markaðinum. Ráðist verði á rót vandans, sem snúi að auknu eftirliti á markaðinum og gjalda þurfi varhug við hvers lags skyndilausnum sem draga úr samkeppni á markaðinum. Flokki fólksins tókst ekki að koma leigubílafrumvarpinu í gegnum þingið fyrir þinglok. En innviðaráðherra hét því í Sprengisandi síðasta föstudag að frumvarpið verði fyrsta mál sitt þegar þing kemur saman í september.
Leigubílar Umferð Neytendur Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira