Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2025 13:20 John Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump í sautján mánuði á fyrra kjörtímabili hans. Trump hefur beitt völdum sínum til þess að ná sér niður á Bolton eftir að hann náði endurkjöri sem forseti. AP/Carolyn Kaster Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti. Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira