Rigning og rok í methlaupi Auðun Georg Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 13:15 Það er alls ekki víst að það verði sama rjómablíðan í Reykjavíkurmaraþoni í ár eins og var þegar þessari mynd var smellt af í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira