Innlent

Leituðu í­trekað í geymslur stofnunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust ítrekaðar tilkynningar í gærkvöldi og nótt þar sem tilkynnt var um tvo einstaklinga sem voru að koma sér fyrir í geymslum á opinberri stofnun.

Eftir að hafa hunsað ítrekuð fyrirmæli um að koma sér á brott voru viðkomandi handteknir og vistaðir í fangageymslum sökum ástands.

Lögreglu bárust tilkynningar á vaktinni um hitt og þetta, meðal annars um eld á svölum á sjöttu hæð fjölbýlishúss. Eldurinn reyndist vera í grilli og minniháttar eignartjón varð. Þá var tilkynnt um einstakling að betla í íbúðahverfi og um ofurölvi mann í strætóskýli en hvorugur fannst.

Lögregla kom einnig að málum þegar tilkynnt var um hávaða utandyra en þar reyndist um að vera minniháttar rifrildi og tókst lögreglu að róa mannskapinn.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum og þá barst tilkynning um umferðarslys þar sem tjónvaldar höfðu hlaupið á brott. Engan sakaði en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×