Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 10:30 Stafbókarverkefnið hefur á innan við ári orðið raunverulegur hluti af kennslu í íslenskum framhaldsskólum. Það er nú þegar notað í 11 skólum víðs vegar um landið, bæði á landsbyggðinni, á höfuðborgarsvæðinu og á starfsbrautum. Þetta sýnir að verkefnið er ekki lengur á frumstigi, heldur valkostur sem kennarar hafa tekið í notkun og lýst ánægju með. Í heild eru 33 framhaldsskólar sem gætu nýtt sér efnið, og af þeim hafa 11 þegar tekið upp Stafbók. Það jafngildir um þriðjungi markhópsins og er afar mikill árangur fyrir sjálfstætt útgefið efni án stuðnings stórra útgefenda eða stofnanakerfa. Skiptingin milli skóla er þó athyglisverð. Á landsbyggðinni nota sjö skólar efnið, á höfuðborgarsvæðinu hafa tveir bóknámsskólar tekið það upp og tvær starfsbrautir nýta bækur sem sérstaklega eru hannaðar fyrir sína nemendur. Myndin er því skýr: landsbyggðin er burðarásinn í upptöku Stafbókar, starfsbrautir á höfuðborgarsvæðinu sýna einnig möguleika fyrir nýtt námsefni, en stærri borgarskólar halda sig frekar við hefðir og forlög sem fyrir eru. Þessi skipting endurspeglast einnig í kynningum sem haldnar voru í vor, þegar 21 skóla var boðin kynning á verkefninu. Af tíu skólum á landsbyggðinni tóku átta boðinu, einn samþykkti en þurfti að afboða og aðeins einn hafnaði. Á höfuðborgarsvæðinu tók hins vegar aðeins einn skóli af ellefu boðinu, en tíu svöruðu ekki. Þetta þýðir að 85 prósent viðbragða á landsbyggðinni voru jákvæð, á móti aðeins 9 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er augljós: minni og sveigjanlegri skólar á landsbyggðinni eru opnari fyrir nýju efni, á meðan stærri borgarskólar eru fastari í hefðum og kerfum sem takmarka nýsköpun og taka síður upp efni frá nýjum aðilum. Þetta kann einnig að tengjast því að skólar á landsbyggðinni eru líklegri til að tileinka sér tækninýjungar, eins og þær viðbætur sem fylgja Stafbók. Bækurnar hafa verið í mótun í rúmlega áratug og þróaðar með reynslu nemenda í huga. Þær byggja á nýjustu straumum í efnistökum en fara jafnframt í grunn greinarinnar. Þeim fylgir gagnvirkt kennsluefni og ítarlegir verkefnabankar fyrir hverja bók og hvern kafla. Hindranir í útbreiðslu verkefnisins liggja því ekki í gæðum efnisins heldur í kerfinu sjálfu. Hefðbundin forlög hafa sterk ítök á markaðnum og gera sjálfstæðum útgefendum erfitt fyrir að komast að. Kennaranefndir og fagráð ýta gjarnan í átt að hefðbundnu efni, óháð því hvað reynist nemendum best. Þá spila stofnanavenjur og hefðir stórt hlutverk, þar sem kennurum er oft þrýst til að fylgja straumnum frekar en að velja nýtt efni sem þeir telja betra. Reynslan bendir til þess að einstakir kennarar, sem hafa lýst mikilli ánægju með efnið, hafi þurft að láta bækur Stafbókar víkja þegar samráðshópar eða samkennari innan deildar tóku ákvörðun um að halda sig við efni frá hefðbundnum forlögum. Þetta sýnir hvernig einstaklingsvilji kennara getur orðið undir í innri ferlum skólanna. Sama mynstrið kom fram þegar ég óskaði eftir að kynna efnið á námskeiði fagfélagsins síðastliðið vor, þeirri beiðni var hafnað. Á sama tíma hefur verið talsverð opinber umræða um stöðu íslenska skólakerfisins. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um áskoranir og veikleika. Tryggvi Hjaltason, gagnagreinandi, hefur bent á alvarlega stöðu íslenskra drengja í læsi og lagt fram umbótatillögur. Viðskiptaráð Íslands hefur einnig sett fram greiningar og tillögur til úrbóta. Umræðan sýnir að kerfið þarf að svara gagnrýni á málefnalegan hátt og taka nýjungum fagnandi. Í slíku samhengi ættu ný og öflug kennsluverkefni að fá meira svigrúm og viðurkenningu, í stað þess að mæta tregðu eða kerfisbundnum hindrunum. Á námskeiði sem ég sat nú í ágúst benti prófessor við Menntavísindasvið á að gagnrýni á íslenskt skólakerfi frá fjölmiðlum, Viðskiptaráði og sérfræðingum í gagnagreiningu væri ómarktæk, þar sem þessir aðilar hefðu enga aðra menntunarreynslu en að hafa sjálfir gengið í skóla. Rökin voru jafnframt þau að kennarar væru sérfræðingar. Enginn í salnum mótmælti þessum sjónarmiðum. Slík afstaða er í beinni mótsögn við eitt mikilvægasta hlutverk kennara – að kenna nemendum gagnrýna hugsun. Í minni kennslu byrja ég á að byggja upp faglega þekkingu, læt nemendur greina og meta gögn og nýtum svo þekkinguna og túlkun gagna til að byggja upp rökræðu, efla gagnalæsi og rökhugsun. Ef kerfið sjálft leggur hins vegar fram hið gagnstæða, að loka á rökræðu og málefnalega umræðu samhliða því að gera lítið úr röddum sem koma utan frá – jafnvel þótt þær byggi á gögnum og greiningu – verður ljóst hversu íhaldssamt það getur verið, ekki aðeins gagnvart nýju efni heldur einnig gagnvart sjálfri umræðunni um umbætur og framfarir. Íslenskt skólakerfi stendur nú frammi fyrir áskorunum sem margir hafa bent á. Reynslan af verkefninu sýnir að nýjar lausnir geta náð árangri og fest sig í sessi, jafnvel án stuðnings stórra útgefenda eða stofnana. Kerfið þarf að sýna opnara viðhorf, þar sem gæði og nýsköpun ráða ferðinni í stað þess að hefðir séu varðar og nýjum möguleikum hafnað. Stafbók hefur þegar sannað sig í fjölmörgum skólum. Nú er spurningin hvort kerfið sé tilbúið að viðurkenna það. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stafbókarverkefnið hefur á innan við ári orðið raunverulegur hluti af kennslu í íslenskum framhaldsskólum. Það er nú þegar notað í 11 skólum víðs vegar um landið, bæði á landsbyggðinni, á höfuðborgarsvæðinu og á starfsbrautum. Þetta sýnir að verkefnið er ekki lengur á frumstigi, heldur valkostur sem kennarar hafa tekið í notkun og lýst ánægju með. Í heild eru 33 framhaldsskólar sem gætu nýtt sér efnið, og af þeim hafa 11 þegar tekið upp Stafbók. Það jafngildir um þriðjungi markhópsins og er afar mikill árangur fyrir sjálfstætt útgefið efni án stuðnings stórra útgefenda eða stofnanakerfa. Skiptingin milli skóla er þó athyglisverð. Á landsbyggðinni nota sjö skólar efnið, á höfuðborgarsvæðinu hafa tveir bóknámsskólar tekið það upp og tvær starfsbrautir nýta bækur sem sérstaklega eru hannaðar fyrir sína nemendur. Myndin er því skýr: landsbyggðin er burðarásinn í upptöku Stafbókar, starfsbrautir á höfuðborgarsvæðinu sýna einnig möguleika fyrir nýtt námsefni, en stærri borgarskólar halda sig frekar við hefðir og forlög sem fyrir eru. Þessi skipting endurspeglast einnig í kynningum sem haldnar voru í vor, þegar 21 skóla var boðin kynning á verkefninu. Af tíu skólum á landsbyggðinni tóku átta boðinu, einn samþykkti en þurfti að afboða og aðeins einn hafnaði. Á höfuðborgarsvæðinu tók hins vegar aðeins einn skóli af ellefu boðinu, en tíu svöruðu ekki. Þetta þýðir að 85 prósent viðbragða á landsbyggðinni voru jákvæð, á móti aðeins 9 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er augljós: minni og sveigjanlegri skólar á landsbyggðinni eru opnari fyrir nýju efni, á meðan stærri borgarskólar eru fastari í hefðum og kerfum sem takmarka nýsköpun og taka síður upp efni frá nýjum aðilum. Þetta kann einnig að tengjast því að skólar á landsbyggðinni eru líklegri til að tileinka sér tækninýjungar, eins og þær viðbætur sem fylgja Stafbók. Bækurnar hafa verið í mótun í rúmlega áratug og þróaðar með reynslu nemenda í huga. Þær byggja á nýjustu straumum í efnistökum en fara jafnframt í grunn greinarinnar. Þeim fylgir gagnvirkt kennsluefni og ítarlegir verkefnabankar fyrir hverja bók og hvern kafla. Hindranir í útbreiðslu verkefnisins liggja því ekki í gæðum efnisins heldur í kerfinu sjálfu. Hefðbundin forlög hafa sterk ítök á markaðnum og gera sjálfstæðum útgefendum erfitt fyrir að komast að. Kennaranefndir og fagráð ýta gjarnan í átt að hefðbundnu efni, óháð því hvað reynist nemendum best. Þá spila stofnanavenjur og hefðir stórt hlutverk, þar sem kennurum er oft þrýst til að fylgja straumnum frekar en að velja nýtt efni sem þeir telja betra. Reynslan bendir til þess að einstakir kennarar, sem hafa lýst mikilli ánægju með efnið, hafi þurft að láta bækur Stafbókar víkja þegar samráðshópar eða samkennari innan deildar tóku ákvörðun um að halda sig við efni frá hefðbundnum forlögum. Þetta sýnir hvernig einstaklingsvilji kennara getur orðið undir í innri ferlum skólanna. Sama mynstrið kom fram þegar ég óskaði eftir að kynna efnið á námskeiði fagfélagsins síðastliðið vor, þeirri beiðni var hafnað. Á sama tíma hefur verið talsverð opinber umræða um stöðu íslenska skólakerfisins. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um áskoranir og veikleika. Tryggvi Hjaltason, gagnagreinandi, hefur bent á alvarlega stöðu íslenskra drengja í læsi og lagt fram umbótatillögur. Viðskiptaráð Íslands hefur einnig sett fram greiningar og tillögur til úrbóta. Umræðan sýnir að kerfið þarf að svara gagnrýni á málefnalegan hátt og taka nýjungum fagnandi. Í slíku samhengi ættu ný og öflug kennsluverkefni að fá meira svigrúm og viðurkenningu, í stað þess að mæta tregðu eða kerfisbundnum hindrunum. Á námskeiði sem ég sat nú í ágúst benti prófessor við Menntavísindasvið á að gagnrýni á íslenskt skólakerfi frá fjölmiðlum, Viðskiptaráði og sérfræðingum í gagnagreiningu væri ómarktæk, þar sem þessir aðilar hefðu enga aðra menntunarreynslu en að hafa sjálfir gengið í skóla. Rökin voru jafnframt þau að kennarar væru sérfræðingar. Enginn í salnum mótmælti þessum sjónarmiðum. Slík afstaða er í beinni mótsögn við eitt mikilvægasta hlutverk kennara – að kenna nemendum gagnrýna hugsun. Í minni kennslu byrja ég á að byggja upp faglega þekkingu, læt nemendur greina og meta gögn og nýtum svo þekkinguna og túlkun gagna til að byggja upp rökræðu, efla gagnalæsi og rökhugsun. Ef kerfið sjálft leggur hins vegar fram hið gagnstæða, að loka á rökræðu og málefnalega umræðu samhliða því að gera lítið úr röddum sem koma utan frá – jafnvel þótt þær byggi á gögnum og greiningu – verður ljóst hversu íhaldssamt það getur verið, ekki aðeins gagnvart nýju efni heldur einnig gagnvart sjálfri umræðunni um umbætur og framfarir. Íslenskt skólakerfi stendur nú frammi fyrir áskorunum sem margir hafa bent á. Reynslan af verkefninu sýnir að nýjar lausnir geta náð árangri og fest sig í sessi, jafnvel án stuðnings stórra útgefenda eða stofnana. Kerfið þarf að sýna opnara viðhorf, þar sem gæði og nýsköpun ráða ferðinni í stað þess að hefðir séu varðar og nýjum möguleikum hafnað. Stafbók hefur þegar sannað sig í fjölmörgum skólum. Nú er spurningin hvort kerfið sé tilbúið að viðurkenna það. Höfundur er kennari.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun