Telur handtökuna byggja á slúðri Jón Þór Stefánsson og Agnar Már Másson skrifa 20. ágúst 2025 21:33 „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir,“ segir Sveinn Andri. Vísir/Vilhelm/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður. Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður.
Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira