Sannfærði Balta um að snúa aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2025 15:32 Baltasar leist vel á handritið að Dark Ocean og sannfærðist um að leika í henni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03