Segist vilja komast til himna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2025 07:23 Forsetinn sagðist eitt sinn vera viss um að móðir sín væri á himnum en hann væri ekki alveg jafn viss um föður sinn. Getty/Christopher Furlong „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira