Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar 20. ágúst 2025 07:32 Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun