Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 12:34 Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson hrósuðu ÍBV í hástert en það var ekkert gott að segja um Val. Sýn Sport „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“ Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“
Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira