Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2025 12:19 Skipverjinn var hífður upp í þyrluna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þyrslusveit Landhelgisgæslunnar sinnti í morgun útkalli vegna veiks skipverja á rússnesku fiskiskipi. Tvær þyrlur voru notaðar í útkallinu þar sem skipið var langt úti á hafi. Önnur þyrlan var svo notuð til að sækja slasaða göngukonu strax í kjölfarið. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Mættu skipinu í morgun „Fyrra útkallið byrjaði reyndar í gær. Skipstjóri rússnesks fiskiskips, sem var 600 sjómílum [um 1.111 kílómetrum] suðvestur af Reykjanestá, tilkynnti um að um borð væri veikur skipverji sem þyrfti að koma undir læknishendur. Skipstjóranum var ráðlagt að sigla inn í íslenska efnahagslögsögu og sagt að þyrla yrði send þegar skipið yrði komið inn í drægi þyrlanna,“ segir Ásgeir. Þegar farið sé út fyrir 20 sjómílur frá landi þarf að kalla út tvær þyrlur. Önnur sjái um útkallið sjálft, en hin sé send til vara. Annað útkall barst á meðan „Þeir mættu skipinu þarna 120 sjómílum suðvestur af Reykjanestá. Skipverjinn var þá hífður um borð. Síðan þegar þyrlurnar voru á bakaleið var aftur óskað eftir aðstoð gæslunnar, nú vegna göngukonu sem hafði slasast við Hrafntinnusker. Þyrlan sem var í fylgdinni var þá send að sinna því, meðan þyrlan sem annaðist togarann er rétt ókomin að Landspítalanum, og hin á leið í Hrafntinnusker.“ Ásgeir segir útköll þar sem fljúga þurfi langt út á sjó krefjast mikils undirbúnings og skipulags. „Þetta er snúið verkefni þegar það þarf að fara svona langt á haf út, þess vegna þarf að senda tvær þyrlur. Þegar það útkall er að klárast þá kemur hitt, þannig að það er nóg að gera þessa stundina.“ Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Mættu skipinu í morgun „Fyrra útkallið byrjaði reyndar í gær. Skipstjóri rússnesks fiskiskips, sem var 600 sjómílum [um 1.111 kílómetrum] suðvestur af Reykjanestá, tilkynnti um að um borð væri veikur skipverji sem þyrfti að koma undir læknishendur. Skipstjóranum var ráðlagt að sigla inn í íslenska efnahagslögsögu og sagt að þyrla yrði send þegar skipið yrði komið inn í drægi þyrlanna,“ segir Ásgeir. Þegar farið sé út fyrir 20 sjómílur frá landi þarf að kalla út tvær þyrlur. Önnur sjái um útkallið sjálft, en hin sé send til vara. Annað útkall barst á meðan „Þeir mættu skipinu þarna 120 sjómílum suðvestur af Reykjanestá. Skipverjinn var þá hífður um borð. Síðan þegar þyrlurnar voru á bakaleið var aftur óskað eftir aðstoð gæslunnar, nú vegna göngukonu sem hafði slasast við Hrafntinnusker. Þyrlan sem var í fylgdinni var þá send að sinna því, meðan þyrlan sem annaðist togarann er rétt ókomin að Landspítalanum, og hin á leið í Hrafntinnusker.“ Ásgeir segir útköll þar sem fljúga þurfi langt út á sjó krefjast mikils undirbúnings og skipulags. „Þetta er snúið verkefni þegar það þarf að fara svona langt á haf út, þess vegna þarf að senda tvær þyrlur. Þegar það útkall er að klárast þá kemur hitt, þannig að það er nóg að gera þessa stundina.“
Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira