Innlent

Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm

Lík sjúklings á Landspítalanum lá að nóttu til klukkutímum saman á sjúkrastofu eftir að beiðni barst um að því yrði komið fyrir á líkhúsi.

DV greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að líkið hafi legið á sjúkrastofu innan um aðra lifandi sjúkrlinga.

Í svari við fyrirspurn DV segir að atvikið hafi komið upp við skipulagsbreytingar á spítalanum. Næturvaktir vaktmanna, sem sjá um líkflutninga, hafi verið lagaðar niður öryggisþjónusta átt að sjá um flutningana að nóttu til. Við breytinguna hafi umrætt atvik átt sér stað.

„Við breytinguna kom upp tilvik þar sem ekki tókst að flytja látinn einstakling strax eftir að beiðni barst. Í slíkum tilvikum hefur það þó alltaf verið forgangsmál að sinna flutningi um leið og það var framkvæmanlegt með hliðsjón af öryggi á staðnum. Á meðan hefur látinn einstaklingur verið lagður til og búið um hann af virðingu og með tilliti til annarra á stofunni,“ segir í svari Landspítalans.

Þar segir jafnframt að þegar hafi verið bætt úr verkferlum þanng að líkflutningur fari fram eins fljótt og auðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×