Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 08:46 Maðurinn fannst illa haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent