Innlent

Lög­regla leitar manns vegna rann­sóknar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hér má sjá manninn sem lögreglan leitar að.
Hér má sjá manninn sem lögreglan leitar að. LRH

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar.

Ekki kemur fram hvaða rannsókn þessi maður er talinn tengjast.

„Er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við lögreglu með því að gefa sig fram á næstu lögreglustöð, hringja í 444 1000 eða senda tölvupóst á abendingarlrh.is,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá eru þeir sem þekkja til mannsins beðnir að hringja í lögregluna eða senda tölvupóst.

Lögreglan leitar að þessum manni.LRH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×