Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 15:00 Stórstjarnan Laufey Lín ræddi við bandaríska Vogue um feril sinn. Vísir/Vilhelm „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. Hin 26 ára gamla Laufey Lín er einn frægasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hún selur upp á hverja tónleikana á fætur öðrum víða um heiminn og er með tæplega 7 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá hlusta 19 milljónir á hana mánaðarlega á streymisveitunni Spotify og eru mörg laga hennar með hundruði milljóna streyma. Laufey hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í tónlistinni og fer einstakar leiðir í lagasmíð sinni þar sem hún takmarkar sig ekki við ákveðna tónlistartegund og leikur sér meðal annars á mörkum popp tónlistar og djassins. Í viðtali við Vogue segist hún hafa farið algjörlega rétt að þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. „Ef þú hefðir spurt hvern sem er í bransanum fyrir fimm eða sex árum hvort ég sem listamaður hefði náð velgengni eða jafnvel bara náð til yngri kynslóða er ég viss um að flestir hefðu neitað,“ segir Laufey við tískurisann og útskýrir að hún hafi því þurft að hugsa út fyrir kassann. „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki beint til plötuútgefenda og sagði: „Ég er með hugmynd, eigum við að vinna úr henni saman og getið þið fjárfest í mér?“ Ég fór algjörlega öfuga leið, ég byggði upp hlustendahópinn minn fyrst. Ég var komin með frekar stóran hóp aðdáanda áður en ég skrifaði undir plötusamning og það gaf mér algjört frelsi í minni sköpun. Enginn hefur nokkurn tíma sagt mér hvernig lag ég eigi að semja eða gefa út því fólk veit að ég þekki mína aðdáendur mjög vel og þau treysta mér.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segist að sama skapi meðvituð um að þetta sé ekki og hafi sannarlega ekki alltaf verið svona í tónlistarbransanum „Listamenn í fortíðinni og þá sérstaklega konur fengu oft ekkert um það ráðið hvað þær sögðu í sinni tónlist. Mér finnst ansi töff að ég geti gert það og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Fjöldi fólks hefur skrifað fallegar athugasemdir við Instagram færslu sem Vogue birti af samtalinu við Laufeyju. Meðal þeirra er breska tónlistarkonan Natasha Bedingfield, sem syngur meðal annars stórsmellinn Unwritten. Hún skrifar einfaldlega „Svo töff“ eða so cool og hafa nokkrir svarað henni og beðið um að þær tvær sameini krafta sína. Laufey Lín Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin 26 ára gamla Laufey Lín er einn frægasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hún selur upp á hverja tónleikana á fætur öðrum víða um heiminn og er með tæplega 7 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá hlusta 19 milljónir á hana mánaðarlega á streymisveitunni Spotify og eru mörg laga hennar með hundruði milljóna streyma. Laufey hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér í tónlistinni og fer einstakar leiðir í lagasmíð sinni þar sem hún takmarkar sig ekki við ákveðna tónlistartegund og leikur sér meðal annars á mörkum popp tónlistar og djassins. Í viðtali við Vogue segist hún hafa farið algjörlega rétt að þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. „Ef þú hefðir spurt hvern sem er í bransanum fyrir fimm eða sex árum hvort ég sem listamaður hefði náð velgengni eða jafnvel bara náð til yngri kynslóða er ég viss um að flestir hefðu neitað,“ segir Laufey við tískurisann og útskýrir að hún hafi því þurft að hugsa út fyrir kassann. „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki beint til plötuútgefenda og sagði: „Ég er með hugmynd, eigum við að vinna úr henni saman og getið þið fjárfest í mér?“ Ég fór algjörlega öfuga leið, ég byggði upp hlustendahópinn minn fyrst. Ég var komin með frekar stóran hóp aðdáanda áður en ég skrifaði undir plötusamning og það gaf mér algjört frelsi í minni sköpun. Enginn hefur nokkurn tíma sagt mér hvernig lag ég eigi að semja eða gefa út því fólk veit að ég þekki mína aðdáendur mjög vel og þau treysta mér.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segist að sama skapi meðvituð um að þetta sé ekki og hafi sannarlega ekki alltaf verið svona í tónlistarbransanum „Listamenn í fortíðinni og þá sérstaklega konur fengu oft ekkert um það ráðið hvað þær sögðu í sinni tónlist. Mér finnst ansi töff að ég geti gert það og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Fjöldi fólks hefur skrifað fallegar athugasemdir við Instagram færslu sem Vogue birti af samtalinu við Laufeyju. Meðal þeirra er breska tónlistarkonan Natasha Bedingfield, sem syngur meðal annars stórsmellinn Unwritten. Hún skrifar einfaldlega „Svo töff“ eða so cool og hafa nokkrir svarað henni og beðið um að þær tvær sameini krafta sína.
Laufey Lín Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira