Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Nikótínpúðar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun