Sport

Dag­skráin í dag: Reykja­víkurs­lagur og Leeds snýr aftur

Sindri Sverrisson skrifar
Fram vann 3-2 sigur gegn KR þegar liðin mættust í lok maí. Það má búast við fjöri í kvöld þegar liðin mætast að nýju.
Fram vann 3-2 sigur gegn KR þegar liðin mættust í lok maí. Það má búast við fjöri í kvöld þegar liðin mætast að nýju. vísir/Guðmundur

Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld bæði í íslenska og enska fótboltanum, í beinum útsendingum á sportstöðvum Sýnar.

Fram tekur á móti KR í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla, þar sem miklar sviptingar verða í nánast hverri umferð. KR freistar þess að losna úr fallsæti en Fram getur blandað sér í baráttuna um Evrópusæti.

Umferðin verður svo öll gerð upp í Stúkunni.

Fyrstu umferðinni í ensku úrvalsdeildinni lýkur með leik nýliða Leeds og Everton og verður spennandi að sjá hvernig Leedsarar mæta til leiks eftir tveggja ára dvöl í næstefstu deild.

Sýn Sport

18:40 Leeds - Everton (Enska úrvalsdeildin)

00:00 Commanders - Bengals (NFL Preseason)

Sýn Sport Ísland

19:00 Fram - KR (Besta deild karla)

21:25 Stúkan (Besta deild karla)

Sýn Sport Viaplay

22:30 Tigers - Astros (MLB)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×