„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. ágúst 2025 21:46 Böðvar hefur skartað nýju, snöggklipptu, útliti í síðustu tveimur leikjum. Síðan hann snoðaði sig hefur FH unnið tvo leiki í röð. vísir „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn