Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 11:01 Aðalmeðferð hefst eftir rúma viku. Vísir/Anton Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent